Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 19:15

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór í 7. sæti eftir 1. hring ULM Wallace Jones Invitational

Kristján Þór Einarsson, GK og Nicholls State tekur ásamt þeim Pétri Frey Péturssyni, GR og Andra Þór Björnssyni, GR og Nicholls State liðinu þátt í ULM Wallace Jones Invitational. Alls taka þátt 62 kylfingar úr 11 háskólum.

Þegar fyrsti hringur hefir verið spilaður er Kristján Þór í 7. sæti – er búinn að spila á +1 yfir pari, 73 höggum.

Pétur Freyr Pétursson spilaði 1. hring á 82 höggum, +10 yfir pari og er sem stendur í 55. sæti.

Andri Þór Björnsson er búinn að spila á +12 yfir pari 84 höggum og er í 57. sæti.

Nicholls State er sem stendur í 11. sæti.

Til þess að fylgjast með stöðunni á ULM Wallace Jones Invitational smellið HÉR: