Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2012 | 19:15

Yani Tseng fékk að kasta fyrsta boltanum fyrir Mets í bandaríska hafnarboltanum

Ja, það er í fleiri íþróttagreinum en golfinu, sem er „pitch-að“. Í gær, mánudaginn 9. apríl fékk kvenkylfingur nr. 1 í heiminum, Yani Tseng, að kasta (pitch-a) fyrsta boltanum fyrir NY Mets. Það var taíwönsk menningarnótt á Citi Field (heimaveli Mets). Fyrir utan það að Yani átti fyrsta „pitch-ið“ þá var spiluð músík frá Taiwan og dansarar sem dönsuðu með. Allt var þetta  liður í kynningu á menningu Taíwan. Það voru fjölmargir sem komu saman og báðu Yani um eiginhandaráritun og svo talaði hún við blaðamannaskarann eftir „pitch-ið. „

Til þess að sjá fleiri myndir af Yani í heimsókn hjá Mets smellið HÉR: