Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2012 | 22:05

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnarsdóttir og Furman luku leik í 13. sæti

Í gær hófst á Suntree Country Club Classic golfvellinum í Melbourne í Flórída, Knights & Pirates Invite mótið. Mótið var tveggja daga og voru 2 hringir spilaði í gær og lokahringurinn í dag.  Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum.

Meðal keppenda var Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman. Ingunn spilaði á +35 höggum yfir pari (81 86 84) og lauk leik í 85. sæti.

Lið Furman háskóla varð í 13. sæti.

Til þess að sjá úrslit á Knights & Pirates Invite, smellið HÉR: