Jodi Ewart.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2012 | 21:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (15. grein af 20) – Jodi Ewart

Hér verður fram haldið kynningu á stúlkunum 40, sem komust í gegnum Q-school LPGA, en lokaúrtökumótið fór fram á Champions og Legends golfvöllunum í Flórída, 30. nóvember -4. desember 2011.

Við erum komin að þeim 3 stúlkum sem deildu 4. sætinu en það eru:

T4 Dori Carter   (Valdosta, Ga.) 74-71-71-73 – 68 – 357 (-3) $3,167
Karlin Beck   (Pike Road, Ala.) 71-72-74-71 – 69 – 357 (-3) $3,167
Jodi Ewart   (North Yorkshire, England) 70-73-74-70 – 70 – 357 (-3) $3,167

Í kvöld verður enska stúlkan Jodi Ewart kynnt, en hún hefir svo sannarlega verið að gera góða hluti á þeim mótum LPGA, sem hún hefir tekið þátt í það sem af er ársins.

Jodi Ewart.

Jodi Ewart er ensk og fæddist 1. júlí 1988 í Northallerton, New Yorkshire og er því  23 ára. Hún er dóttir Zoe og Harvey Ewart en foreldrar hennar starfa í kappreiðabusinessnum við að þjálfa kappreiðahesta.

Jodi byrjaði að spila golf 8 ára. Meðal áhugamála hennar eru að spila og horfa á fótbolta, spila borðtennis, horfa á kvikmyndir og raunveruleikaþætti.  Jodi spilaði golf með liði University of New Mexico og útskrifaðist þaðan með gráðu í sálfræði 2010. Til þess að lesa um afrek Jodi í háskólagolfinu smellið HÉR: 

Síðan komst Jodi á Symetra Tour og spilaði eitt keppnistímabil á þeirri mótaröð. Nýliðaár hennar á LPGA var 2011 og hún endurnýjaði kortið sitt í Q-school LPGA í desember 2011 og hefir því fullan keppnisrétt á LPGA, keppnistímabilið 2012.