Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Agla Hreiðarsdóttir – 15. apríl 2012

Það er Agla Hreiðarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Agla er fædd 15. apríl 1960 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Agla tekur virkan þátt í innanfélagsmótum hjá Keili, bæði púttmótum og mótaröðum sem og öðrum opnum golfmótum  og spilar golf hérlendis sem erlendis. Sjálf hefir afmæliskylfingurinn sagt: „Ég spila golf og verð sjúkari í golfið með hverju sumrinu enda frábær félagsskapur og fín útivera.“

Agla er gift  Gunnari Bergmann og á 3 börn, Gunnar, Karenu og Þóreyju og tvo dásamlega ömmu/afastráka, Gabríel Bergmann 3ja ára og Kristján Frey næstum 2ja ára.

Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (57 ára); Michelle Redman, spilaði á LPGA, 15. apríl 1965 (47 ára); Suzy Green, spilaði á LPGA, 15. apríl 1967 (45 ára); Christopher McClain (Chris) Smith, 15. apríl 1969 (43 ára); Bronson La’Cassie, ástralskur kylfingur, f. 15. apríl 1983 (29 ára)    …. og  ….