Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 12:30

Carly Booth sigraði á Dinard Ladies Open

Dinard Ladies Open mótið sem Tinna Jóhannsdóttir, GK, tók þátt í, í Frakklandi lauk í gær með sigri hinnar skosku Carly Booth. Þetta er fyrsti sigur Carly á ferli sínum sem atvinnumanns og hann vannst eftir umspil við frönsku stúlkuna Marion Ricordeau, sem búin var að leiða allt mótið.  Carly hefir greinilega liðið vel á Dinard linksaranum, sem er 2. elsti golfvöllur Frakklands og hannaður er af einum þekktari af skoskum golfvallarhönnuðum, Tom Dunn.   Sjá kynningu Golf 1 á honum hér Thomas Dunn 1 og Thomas Dunn 2 Carly þrípúttaði á 18 flöt á 3. hring golfvallar Dinard Golf Club og því voru þær Marion jafnar eftir 54 holur, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 10:45

Evróputúrinn: Louis Oosthuizen sigraði á Maybank Malaysian Open

Það virðist koma eins og smá sárabót eftir að tapa umspilinu við Bubba Watson á the Masters, eftir að hafa fengið þennan líka glæsilega, sögulega albatross (einungs þann 4. í sögu mótsins) að sigra strax vikuna á eftir í Maybank Malaysian Open, en það gerði Louis Oosthuizen í nótt.  Flaug hálfan hringinn kringum hnöttinn og vann mótið þrátt fyrir flugþreytu og frestanir vegna úrhellisrigningar og allt! Oosthuizen spilaði hringina 4 í mótinu á -17 undir pari, samtals 271 höggi (66 68 69 68) og átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti, Skotann Stephen Gallacher. Í 3. sæti varð Gran Kanarí-eyingurinn Rafael Cabrera Bello á samtals -12 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 09:45

GKS: Golfreglukvöld og almennur kynningarfundur

Föstudagskvöldið 25. maí kl 20:00 verður haldið golfreglukvöld og almennur kynningarfundur. Við sama tækifæri verður endurbættur golfskáli GKS að Hóli vígður og verður fundurinn haldinn þar. Endanleg dagskrá hefur ekki verið ákveðin en hún kemur í ljós þegar nær dregur. Félagsmenn og aðrir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta á þessa kynningu og undirbúa sig þannig fyrir sumarið. Nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta á kynninguna. Drög að dagskrá. Leikhraði, siðareglur, umgengni. Hvernig getum við gert golfleikinn ánægjulegri fyrir alla? Uppbygging golfreglnanna og grundvallaratriði Helstu breytingar á golfreglunum 2012 Nánari útlistun á reglum sem oft þarf að nota Hólsvöllur og golfreglurnar. Staðarreglur o.fl. Kynning á nýjum forgjafareglun GSÍ/EGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 04:45

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn er í 31. sæti á Hawkeye-Great River Entertainment Inv. eftir fyrri dag

Ólafur Björn Loftsson, NK og félagar í Charlotte spiluðu fyrstu 2 hringi á Hawkeye-Great River Entertainment Invitational, í bandaríska háskólagolfinu. Mótið, sem er 2 daga (14.-15. apríl)  fer fram á Finkbine golfvellinum í Iowa City, Iowa. Þátttakendur eru 60 kylfingar frá 11 háskólum. Ólafur Björn spilaði fyrstu tvo hringina á samtals +3 yfir pari, samtals 147 höggum (75 72) og deilir sem stendur 31. sætinu með 5 öðrum. Ólafur Björn var á 3. besta skori liðs síns. Efstur eftir 1. dag er heimamaðurinn Nate McCoy, úr Iowa State, á samtals -7 undir pari, samtals 133 höggum (68 65). Lið Charlotte er í 6. sæti í liðakeppninni. Golf 1 óskar Ólafi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 02:15

PGA: Carl Pettersson leiðir fyrir lokahring RBC Heritage – Luke Donald gæti dottið úr 1. sæti heimslistans – hápunktar og högg 3. dags

Það voru 5 fuglar í röð sem komu Carl Pettersson í 1. sæti á 3. hring  RBC Heritage og verði það úrslitin á morgun gæti Luke Donald missti 1. sæti sitt á heimslistanum. Pettersson  sökkti 2,5 metra fuglapútti á 18. flöt og komst þar með í 1 höggs forystu fram yfir nýliðann bandaríska Colt Knost, sem búinn er að leiða mestallt mótið. Samtals er Carl Petterson búinn að spila á -12 undir pari, 201 höggi (70 65 66). Colt Knost í 2. sæti er á samtals -11 undir pari 202 höggum (67 66 69). „Þetta var erfitt,“ sagði Pettersson. „Vindinn lægði en hann kom aftur. Flatirnar vour hraðar. Ég átti virkilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2012 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 6. sæti á ACC Women´s Golf Championship eftir 2. dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar Wake Forest taka þátt í ACC Women´s Golf Championship í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum. Á 2. degi mótsins sem fram fór í dag spilaði Ólafía á +6 yfir pari, 78 höggum, og færðist við það niður um 4 sæti frá því í gær þegar hún deildi 2. sætinu með þeim Lindy Duncan og Stacy Kim  í Duke. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á +5 yfir pari, samtals 148 höggum (70 78). Ólafía deilir nú 6. sætinu með 2 öðrum Jessicu Negron frá Flórída State og liðsfélaga sínum, frænku Tiger, Cheyenne Woods, sem átti  góðan hring upp á 72 högg í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2012 | 19:15

GS: Alfreð Brynjar Kristinsson sigraði á Gullmóti nr. 3 hjá GS á 66 höggum! – Myndasería og úrslit

Í dag, 14. apríl 2012, fór fram 3. mótið í Gullmótaröð GS. Um 130 voru skráðir og luku 121 leik. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar.  Fólk undi sér hið besta í sannkölluðu vorveðri, þar sem sólin lét m.a.s. sjá sig. Sá sem kom, sá og sigraði var Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG en hann vann bæði punktakeppnina, var á 40 punktum og var á besta skorinu -6 undir pari, 66 glæsilegum höggum! Sjá má litla myndaseríu úr mótinu hér:  GULLMÓTARÖÐ NR. 3 HJÁ GS Helstu úrslit eru eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2012 | 19:00

Gullmót nr. 3 hjá GS – 14. apríl 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2012 | 16:00

Myndskeið: Yani Tseng í viðtali í bandarískum sjónvarpsþætti (hjá Charlie Rose)

Á fimmtudaginn s.l. 12. apríl 2012, þegar Bubba Watson fékk athygli flestra golffjölmiðla og annarra vestra þá var gaman að einni frétt, þ.e. þeirri að Charlie Rose (þáttastjórnandi í bandarísku sjónvarpi) hefði fengið kvenkylfing nr. 1 í heiminum, Yani Tseng frá Taíwan í viðtal til sín. Rose fannst Yani sjarmerandi og sagði að hún gæti átt framtíð fyrir sér sem „stand up“ grínisti, ef hún vildi. Í viðtalinu kemur margt fróðlegt fram, m.a. að Yani horfði eins og allir aðrir golfáhugamenn á lokahring Masters…. en síðan það sem er frábrugðið … Hún fór að loknu áhorfinu beint út á æfingasvæði til þess að reyna að stæla 90° högg Bubba Watson. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2012 | 14:00

PGA: Hápunktar og högg 2. dags á RBC Heritage – myndskeið

Það eru nýliðarnir Colt Knost (í 1. sæti) og Harris English (T-3) ( eftir 2. hring), sem eru að slá í gegn á RBC Heritage. Sumir tala um minni spámenn eða að þetta séu ekki stór nöfn og því áhuginn dempaðri. Staðreyndin er þó sú að hvortveggja eru frábærir kylfingar. Framtíðarmenn. Golf 1 hefir reynt að kynna þá og má lesa um þessa tvo frábæru nýliða á PGA hér:   COLT KNOST & HARRIS ENGLISH Til þess að sjá stöðuna á RBC Heritage smellið HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RBC Heritage smellið HÉR:  Til þess að sjá högg dagsins á 2. degi, sem Harris English átti Lesa meira