Rafn Stefán Rafnsson, GO
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 16:00

GG: Rafn Stefán sigraði tvöfalt í Skálamóti nr. 3 í Grindavík

Á heimasíðu GG segir eftirfarandi um úrslit á þriðja Skálamóti GG:

„Það var frábær mæting í þriðja Skálamót GG í dag. 119 kylfingar voru skráðir til leiks.  Í upphafi var rigninga og fremur kalt í veðri en þegar leið á daginn léti til og hlýnaði.  Völlurinn var í einu orði sagt frábær, flatir eins og þær gerast bestar, hvað þá á þessum árstíma og kylfingar kunnu svo sannarlega að meta aðstæðurnar, þó skorið væri æði misjafnt.  Orðstýr og umfjöllun um völlin hefur einnig aukist samhliða þessum draumaaðstæðum. Margir sem þátt tóku hafa verið með í öllum skálamótunum til þessa, stærstur hluti gesta frá öðrum klúbbum. Það eitt segir sína sögu um aðstæður.“

Helstu úrslit í höggleik án forgjafar:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Rafn Stefán Rafnsson GO 2 F 37 33 70 -1 70 70 -1
2 Kristinn Sörensen GG 2 F 38 33 71 0 71 71 0
3 Ari Magnússon GKG 2 F 38 35 73 2 73 73 2
4 Guðmundur Ingvi Einarsson GR 2 F 40 34 74 3 74 74 3
5 Birgir Arnar Birgisson GL 6 F 40 36 76 5 76 76 5
6 Halldór X Halldórsson GKB 1 F 39 38 77 6 77 77 6
7 Jón Júlíus Karlsson GG 5 F 40 38 78 7 78 78 7
8 Hjalti Sigvaldason Mogensen GKG 7 F 40 39 79 8 79 79 8

Helstu úrslit í punktakeppni með forgjöf:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +2
1 Rafn Stefán Rafnsson GO 2 F 19 20 39 39 39
2 Þórir Guðmundsson GKG 24 F 18 20 38 38 38
3 Kristinn Sörensen GG 2 F 18 20 38 38 38
4 Atli Már Grétarsson GK 11 F 18 20 38 38 38
5 Birgir Arnar Birgisson GL 6 F 18 19 37 37 37
6 Ari Magnússon GKG 2 F 18 18 36 36 36
7 Jón Þorkell Jónasson GS 18 F 18 18 36 36 36

„Rafn Stefán Rafnsson GO sigraði í punktakeppninni á 39 punktum. Þess má geta að Rafn lék einnig á fæstum höggum í mótinu, 70 höggum (einu undir pari) en Rafn hafði þegar unnið til verðlauna með forgjöf og kom það það í hlut Kristins Sörensen að fá verðlaun án forgjafar fyrir 71 högg. Í öðru sæti varð Þórir Guðmundsson GKG á 38 punktum líkt og Kristinn Sörensen GG og Atli Már Grétarsson en þar sem Kristinn fékk verðlaun fyrir besta skorið þá er það Atli sem hlýtur þriðju verðlaun í punktakeppninni.

Nándarverðlaun voru veitt á eftifarandi holum:

Á 8. holu: Guðni Sveinsson GS, 2,15m 
Á 13. holu: Davíð Gunnarsson GL, 2,65m

[GG] þakkar frábæra þátttöku í þessu styrktarmóti og góð orð sem kylfingar höfðu um völlinn að segja.  [GG] vonast til að sjá sem flesta kylfinga á Húsatóftavelli í sumar og orð kylfinga gefa góð fyrirheit um það sem koma skal.  Markmiðið er að halda fleiri skálamót ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir.“

Heimild: Heimasíða GG og golf.is