Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2012 | 01:10

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk leik í 21. sæti á Hawkeye mótinu

Ólafur Björn Loftsson, NK og félagar í Charlotte luku í kvöld leik á Hawkeye-Great River Entertainment Invitational, í bandaríska háskólagolfinu. Mótið, var 2 daga mót  (14.-15. apríl) og fór fram á Finkbine golfvellinum í Iowa City, Iowa. Þátttakendur voru 60 kylfingar frá 11 háskólum.

Ólafur Björn spilaði  á samtals +3 yfir pari, samtals 219 höggum (75 72 72) og deildi 21. sætinu, sem er bæting um 10 sæti frá því í gær. Ólafur Björn var á 2. besta skori liðs síns.

Efstur í mótinu varð heimamaðurinn Nate McCoy, úr Iowa State og hafði nokkra sérstöðu var á samtals -14 undir pari, samtals 2-2ö2 höggum (68 65 69).

Lið Charlotte varð  í 4. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá úrslitin í Hawkeye-Great River Entertainment Invitational smellið HÉR: