Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2012 | 11:00

LPGA: Pornanong Phatlum og Karine Icher deila forystunni eftir 1.hring Brazil Cup

Pornanong Phatlum frá Thaílandi og hin franska Karine Icher léku báðar á -7 undir pari, þ.e 66 höggum á fyrsta hring LPGA mótsins, Brazil Cup í gær. Báðar voru með 8 fugla og 1 skolla á hring þeirra í Itanhanga Golf Club, í Rió og deila 1. sætinu. Bandaríska stúlkan Katie Futcher var 1 höggi á eftir og nr. 3 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen er 2 höggum síðri en Phatlum og Icher. Fimmta sætinu deila síðan Paula Creamer og Christina Kim, sem voru á 69 höggum. „Aðhöggin mín og púttin voru góð í dag,“ sagði Phatlum. „Ég held að ég verði bara að spila og einbeita mér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2012 | 09:00

GOS: Hlynur Geir og Svanur Geir sigruðu á Vallaropnunarmótinu

Í gær var hreinsunardagur og vallaropnun hjá Golfklúbbi Selfoss, eins og áður hefir komið fram í frétt Golf 1, um að Ölfussá verði framvegis hliðarvatnstorfa. Byrjað var kl 9:51 með að Dóri formaður vallarnefndar setti fyrir helstu verkefni á vinnudegi, sem voru að hreinsa völlinn, raka glompur, bera í stíga og eitthvað fleirra skemmtilegt. Klukkan 12:01 var matur í skála í boði GOS fyrir þá sem mættu á vinnudag. Síðan um kl. 13:20 var Vallaropnunarmótið, sem var með Shot Gun starti af öllum teigum. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Verðlaun voru veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og ein verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Helstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 23:59

PGA: Webb Simpson í 1. sæti á Wells Fargo fyrir lokadaginn – hápunktar og högg 3. dags

Það er heimamaðurinn Webb Simpson, sem er í 1. sæti fyrir lokahring Wells Fargo í Quail Hollow, í Charlotte, Norður-Karólínu. Hann er búinn að spila á samtals -14 undir pari, 202 höggum (65 68 69). Aðeins 1 höggi á eftir Simpson eru landar hans DA Points og Ryan Moore. Fjórða sætinu deila forystumaður gærdagsins, Nick Watney og nr. 2 í heimi, Rory McIlory, sem átti glæsihring í dag upp á 66 högg.  Watney og McIlroy eru búnir að spila á samtals -12 undir pari, 204 höggum hvor; Watney (68 64 72) og McIlroy (70 68 66). Rory virðist bæta sig um 2 högg með hverjum hring og er til alls Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 20:00

Viðtalið: Halldór X Halldórsson, GKB

Viðtalið í kvöld er við einn af betri kylfingum í Golfklúbbi Kiðjabergs, sem á rætur sínar að rekja norður í land: Fullt nafn:  Halldór X Halldórsson  (X-ið er út af millinafni sem ég bara X-aði út). Klúbbur:  GKB. Hvar og hvenær fæddistu?  Á Sauðárkróki, 5.apríl 1976. Hvar ertu alinn upp?  Á Sauðárkróki. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og er einhver í fjölskyldunni sem spilar golf? Ég er einn og á eina dóttur. Ég er hægt og rólega að reyna að koma henni inn í golfið. Ég gaf henni fyrsta settið  og set enga pressa á hana þó það væri æðislegt ef hún ílengdist í golfinu. Dóttir mín heitir Erna Guðrún og er að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 19:00

Evróputúrinn: Simon Dyson leiðir fyrir lokahringinn í Sevilla

Það er enski kylfingurinn Simon Dyson sem leiðir eftir 3. dag á Open de España mótinu í Sevilla. Dyson er búinn að spila á samtals -5 undir pari, samtals 211 höggum (71 69 71), sem er frábært skor, sem allir sem  spilað hafa  golfvöll Real Club de Sevilla vita, en völlurinn er níðingslega þungur, jafnvel þegar hann er ekki uppsettur eins og Dyson var að spila hann í dag. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Dyson eru heimamaðurinn Pablo Larazabal og Daninn Sören Kjeldsen.  Báðir eru búnir að spila á -4 undir pari, 212 höggum; Larazabal (71 72 69) og Kjeldsen (71 70 71). Í 4. sæti er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 16:30

GVS: Úrslit úr afmælismóti GVS – myndasería – Rögnvaldur sigraði glæsilega á 69 höggum!

Það var kylfingurinn snjalli, Rögnvaldur Magnússon, úr Golfklúbbi Bolungarvíkur (GBO), sem sigraði glæsilega á Afmælismóti Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS).  Rögnvaldur spilaði Kálfatjarnarvöll á -3 undir pari, 69 höggum og var bæði á besta skorinu og sigraði í punktakeppninni, en Rögnvaldur hlaut 40 punkta.  Til marks um hversu miklir yfirburðir Rögnvaldar voru þá munaði 10 höggum á honum og næsta manni í höggleiknum og 4 punktum á honum og þeim sem næstur honum var í punktunum.  Fyrir 1. sætið hlaut Rögnvaldur kr. 30.000,- úttekt í Fjarðarkaupum. Af konunum stóð sig best Þorbjörg Jónína Harðardóttir, GK, í höggleiknum var á 86 höggum en klúbbmeistari GVS 2011, Petrún Björg Jónsdóttir, stóð sig best hvað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 16:29

Afmælismót GVS – 5. maí 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 16:00

LET: Carly Booth sigraði á Opna skoska

Það var skoska Bítlarótaradóttirin Carly Booth sem bar sigurorð á heimavelli í Aberdeen Asset Management Ladies Scotish Open, eða upp á íslensku Opna skoska. Þetta er fyrsti sigur Carly á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET) en stutt er síðan að hún vann fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður, en það var á Dinard Ladies Open í Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi. Það mót var á LET Access Tour, sama móti og Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir, GK, spilaði í. En aftur að Opna skoska.  Carly spilaði jafnt og stöðugt golf alla 3 keppnisdagana.  Skor hennar var upp á samtals -4 undir pari, 212 högg (70 71 71). Tvær deildu með sér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 12:15

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Már Ólafsson – 5. maí 2012

Það er einn af okkar bestu golfkennurum Arnar Már Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar Már er fæddur 5. maí 1966 og því 46 ára.  Arnar Már kennir um þessar mundir golf í Berlín.  Hann er ásamt samhöfundi sínum landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni, einn afkastamesti golfbókarhöfundur landins, en eftir þá félaga liggja m.a. bækurnar „Betra Golf“ og „Enn Betra Golf“  og kennslumyndbandið „Meistaragolf.“ Arnar Már er kvæntur Helgu Lárusdóttur og á dæturnar Ástrósu og Sólrúnu. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast hér á Facebook síðu hans: Arnar Már Ólafsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   William C. Campbell 5. maí 1923 (89 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 12:00

Tiger hefir ekki náð niðurskurði 8 sinnum á öllum ferli sínum

Þau eru fá skiptin á ferli Tiger, sem hann hefir ekki náð niðurskurði eða bara 8.  Þar af eru 3 eftir framhjá-haldsskandalinn mikla 2009 sem leiddi til lögskilnaðar Tiger og Elínar Nordegren…. Tiger hefir í raun ekki verið hann sjálfur síðan þá, þó stundum sjáist glitta í gamla Tigerinn eins og þegar hann vann á Bayhill í mars s.l., sem gaf svo góðar vonir um að hann væri að ná sér á strik. Listi yfir þau 8 skipti sem Tiger hefir ekki náð niðurskurði: Ar Mot 2012 Wells Fargo Championship 2011 PGA Championship 2010 Wells Fargo Championship 2009 British Open 2006 U.S. Open 2005 FUNAI Classic — Disney 2005 Byron Lesa meira