Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 12:00

Tiger hefir ekki náð niðurskurði 8 sinnum á öllum ferli sínum

Þau eru fá skiptin á ferli Tiger, sem hann hefir ekki náð niðurskurði eða bara 8.  Þar af eru 3 eftir framhjá-haldsskandalinn mikla 2009 sem leiddi til lögskilnaðar Tiger og Elínar Nordegren…. Tiger hefir í raun ekki verið hann sjálfur síðan þá, þó stundum sjáist glitta í gamla Tigerinn eins og þegar hann vann á Bayhill í mars s.l., sem gaf svo góðar vonir um að hann væri að ná sér á strik.

Listi yfir þau 8 skipti sem Tiger hefir ekki náð niðurskurði:

Ar Mot
2012 Wells Fargo Championship
2011 PGA Championship
2010 Wells Fargo Championship
2009 British Open
2006 U.S. Open
2005 FUNAI Classic — Disney
2005 Byron Nelson Championship
1997 Bell Canadian Open