Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 23:59

PGA: Webb Simpson í 1. sæti á Wells Fargo fyrir lokadaginn – hápunktar og högg 3. dags

Það er heimamaðurinn Webb Simpson, sem er í 1. sæti fyrir lokahring Wells Fargo í Quail Hollow, í Charlotte, Norður-Karólínu. Hann er búinn að spila á samtals -14 undir pari, 202 höggum (65 68 69).

Aðeins 1 höggi á eftir Simpson eru landar hans DA Points og Ryan Moore.

Fjórða sætinu deila forystumaður gærdagsins, Nick Watney og nr. 2 í heimi, Rory McIlory, sem átti glæsihring í dag upp á 66 högg.  Watney og McIlroy eru búnir að spila á samtals -12 undir pari, 204 höggum hvor; Watney (68 64 72) og McIlroy (70 68 66). Rory virðist bæta sig um 2 högg með hverjum hring og er til alls vís á morgun.

Sjötta sætinu deila Rickie Fowler, sem enn á eftir að vinna 1. sigur sinn á PGA Tour og Stewart Cink, báðir á -11 undir pari, hvor, aðeins 3 höggum á eftir Simpson.

Áttunda sætinu deila síða Ástralinn Geoff Ogilvy, sem átti besta skor dagsins 64 högg, Bandaríkjamaðurinn George McNeil og Ástralinn John Senden, allir á -10 undir pari, hver.

Grínistinn Ben Crane er síðan í 11. sæti á samtals -9 undir pari, 5 höggum á eftir Simpson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Wells Fargo smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Wells Fargo mótinu smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags, sem DA Points átti á Wells Fargo mótinu smellið HÉR: