Údílalílalí…. Rickie Fowler kominn í 24. sæti heimslistans!!!
Golf Boys-inn Rickie Fowler sem vann 1. sigur sinn á PGA Tour í Quail Hollow seint í gær fór upp um 15 sæti á heimslistanum. Í síðustu viku var hann í 39. sæti heimslistans, en er nú kominn upp í 24. sætið! (Fyrir þá sem ekki skilja fyrirsögnina er vert að rifja upp aðalsmellinn með Golf Boys bandinu, sem Rickie er hluti af Oh, Oh, Oh…. smellið HÉR: ) Rory McIlroy sem tapaði í umspilinu við Rickie fór vegna góðs árangurs úr 2. sætinu á heimslistanum upp í 1. sætið. Francesco Molinari sem vann Reale Seguros Open de España á Evróputúrnum í gær fer líkt og Rickie upp um 15 Lesa meira
GKG: Hulda Clara, Sigurður Arnar, Ásthildur Lilja, Kristófer Orri, Emil Þór og Særós Eva sigruðu í púttmótaröð barna og unglinga
Laugardaginn 28. apríl 2012 lauk púttmótaröð barna og unglinga hjá GKG, sem farið hefir fram í vetur. Alls voru haldin 9 mót og töldu 5 bestu skor úr mótunum. Strax að loknu 9. og síðasta mótinu fór fram verðlaunaafhending, sem var vel sótt. Sex kylfingar mættu í öll mótin og fengu þeir golfbolta fyrir góða mætingu, en það voru: Sigurður Arnar Garðarsson, Hilmar Örn Valdimarsson, Gunnar Þór Ásgeirsson, Máni Freyr Oscarsson, Eydís Eir Óttarsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir. Boðið var upp á nammi og gos en líka ávexti og safa við verðlaunaafhendinguna. Hér er tengill inn á myndir frá verðlaunaafhendingunni, sem teknar voru af GKG: MYNDIR FRÁ PÚTTMÓTARÖÐ BARNA OG UNGLINGA HJÁ GKG Úrslit allra keppenda Lesa meira
LPGA: Pornanong Phatlum vann Brazil Cup
Það var hin thaílenska Pornanong Phatlum, sem stóð uppi sem sigurvegari á Brazil Cup 2012, en mótið var 2 hringja og fór fram nú um helgina. Phatlum spilaði hringina tvo á samtals -13 undir pari -; fyrri hringinn á 66 höggum (þ.e. -7 undir pari) og þann seinni, í gær á 67 höggum (-6 undir pari). Hún átti 4 högg á þá sem næst kom en það var Amy Hung frá Taíwan. Eftir fyrri dag þessa óopinbera LPGA móts deildi Phatlum 1. sætinu með hinni frönsku Karine Icher. Í gær, seinni dag mótsins, tók Phatlum forystuna þegar hún fékk geysigóða byrjun 5 fugla á fyrri 9 og lauk hringnum sem Lesa meira
PGA: Rickie Fowler með fyrsta sigur sinn á PGA í Quail Hollow – hápunktar og högg 4. dags
Það var Rickie Fowler, sem stóð uppi sem sigurvegari á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, seint í gærkvöldi. Það voru 3 sem voru á sama skori eftir hefðbundnar 72 holur: Rickie, Rory McIlroy og DA Points. Allir voru þessir kappar búnir að spila á -14 undir pari, samtals 274 höggum, hver: Rickie Fowler (66 72 67 69); Rory McIlroy (70 68 66 70) og DA Points (66 68 69 71). Það þurfti því að koma til umspils milli þeirra og var 18. brautin spiluð aftur. Einungis þurfti 1 holu til að knýja úrslitin fram því Rickie fékk fugl á þessa par-4 holu meðan Rory McIlroy og DA Points féllu Lesa meira
Viðtalið: Björg Traustadóttir, GÓ
Viðtalið í kvöld er við sigurvegara dagsins í golfinu, Björgu Traustadóttur, GÓ, en hún vann 1. flokk í Lancôme Open 2012 kvennamótinu á Hellu, sem fram fór í dag. Björg er jafnframt klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar, 2011. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Björg Traustadóttir Klúbbur: Golfklúbbur Ólafsfjarðar. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist á FSA á Akureyri, 29 maí 1965. Hvar ertu alin upp? Á Ólafsfirði. Hverjar eru fjölskylduaðstæður? Ég er gift og við eigum stelpu fædda 1987 og tvíbura, þ.e. stráka fædda 1995. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég man eftir mér fara með kylfur á bakinu 10-12 ára. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég veit það ekki. Ég hef Lesa meira
Evróputúrinn: Francesco Molinari sigraði á Open de España í Sevilla
Það var Ítalinn Francesco Molinari, sem bar sigurorð af öllum keppinautum sínum í Real Club de Golf de Sevilla með glæsilegum lokahring upp á 65 högg. Hann tapaði hvergi höggi, spilaði skollafrítt og fékk 7 glæsifugla. Það var enginn sem átti svar við þessu skori Molinari. Hann spilaði samtals á -8 undir pari, samtals 280 höggum (70 71 74 65). Francesco Molinari átti 3 högg á þá 3 sem deildu 2. sætinu „heimamennina“ Pablo Larrazábal og Alejandro Cañizares og Danann Sören Kjeldsen. Þeir spiluðu allir á samtals -5 undir pari, samtals 283 höggum. Fimmta sætinu deildu síðan þeir Jorge Campillo og Daninn Thorbjörn Olesen á -3 undir pari. Til þess að Lesa meira
GHR: Björg Traustadóttir, GÓ; Ásdís Helgadóttir, GSE og Valgerður Jónsdóttir, GO sigruðu á Lancôme Open 2012
Í dag, 6. maí 2012, fór fram á Strandarvelli hið árlega Lancôme Open, en mótið markar upphaf golftímabilsins hjá mörgum kvenkylfingum. Þátttakendur voru 96. Það var sólskin og fallegt veður, en fremur kalt og nokkur vindur. Mótið var sem ávallt flokkaskipt en keppt var í 3 flokkum: 1. flokki fgj-0-14; 2. flokki fgj. 14.1-25; og 3. flokki 25.1-36. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Hér má sjá myndaseríu úr mótinu: LANCÔME OPEN 2012 Helstu úrslit urðu eftirfarandi: 1. flokkur – Fgj. 0-14 Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +3 Lesa meira
Lancôme Open mótið hjá GHR – 6. maí 2012
Nicklaus, Palmer og Player unnu Houston Greats of Golf Challenge í gær
Golfgoðsagnirnar þrjár Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Gary Player sýndu enga miskunn þegar þeir sigruðu Houston Greats of Golf Challenge með tveimur höggum í gær, en mótið var 2 hringja og fór fram á keppnisvelli The Woodlands Country Club, í Texas. Lee Trevino, Dave Stockton, Gene Littler, Miller Barber, David Graham og Don January kepptu við þá í 3 manna scramble leikfyrirkomulagi. p Aðeins Gary Player og Lee Trevino viðurkenndu að þeir spiluðu enn mikið golf. Gary Player sem þekktur er fyrir að hafa alla tíð stundað mikla líkamsrækt sýndi að hann er 76 ára í frábæru formi. Teighögg hans voru bein og löng og eins neitaði hann að vera í golfbíl, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2012
Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er formaður stjórnar kvennanefndar þar. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011. Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ingveldur Ingvarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Grier Jones, 6. maí 1946 (66 ára); Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (56 ára); Scott Hood, (kanadískur kylfingur) 6. maí 1959 (53 Lesa meira







