Carly Booth
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 16:00

LET: Carly Booth sigraði á Opna skoska

Það var skoska Bítlarótaradóttirin Carly Booth sem bar sigurorð á heimavelli í Aberdeen Asset Management Ladies Scotish Open, eða upp á íslensku Opna skoska. Þetta er fyrsti sigur Carly á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET) en stutt er síðan að hún vann fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður, en það var á Dinard Ladies Open í Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi. Það mót var á LET Access Tour, sama móti og Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir, GK, spilaði í.

Carly Booth

En aftur að Opna skoska.  Carly spilaði jafnt og stöðugt golf alla 3 keppnisdagana.  Skor hennar var upp á samtals -4 undir pari, 212 högg (70 71 71).

Tvær deildu með sér 2. sætinu hin franska Frances Bondad, sem átti glæsihring í dag upp á 67 högg og forystukona gærdagsins Florentyna Parker, sem báður urðu þó 1 höggi á eftir Carly.

Fjórða sætinu deildu 3, sem voru á 2 högga lakara skori en Carly þ.e. bresku stúlkurnar Trish Johnson og Mel Reid og hin ástralska Stacey Keating.

Í 7. sæti varð franska stúlkan Sophie Giquel-Bettan, á -1 undir pari, 215 höggum samtals, 3 höggum á eftir Carly.

Áttunda sætinu deildu enn önnur frönsk stúlka Gwladys Nocera og Becky Morgan frá Wales, báðar á samtals sléttu pari, hvor, 4 höggum á eftir Carly.

Til þess að sjá úrslitin í Opna skoska kvennamótinu smellið HÉR: