Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 09:00

Á annað þúsund Íslendinga spila í golfmótum eða eiga skráðan rástíma í dag

Eftirfarandi mót eru í boði í dag, þar af 4 opin: 05.05.12 GF Vorhreinsun GF Greensome 1 Almennt 05.05.12 GOS Vallaropnun GOS Punktakeppni 1 Innanfélagsmót 05.05.12 GÍ Opnunarmót Almennt 1 Almennt 05.05.12 GVS Afmælismót Punktakeppni 1 Almennt 05.05.12 GG Opna Veiðafæraþjónustan – Texas Scramble Texas scramble 1 Almennt 05.05.12 NK Hreinsunarmót Annað – sjá lýsingu 1 Innanfélagsmót 30 kylfingar eru skráðir í Vallaropnun GOS, sem er innanfélagsmót. Tungudalsvöllur þeirra Ísfirðinga opnar í dag og það sama er að segja um Selsvöll að Flúðum, en þar fer fram vorhreinsun vallarins og mót með greensome fyrirkomulagi. Á Kálfatjarnarvelli fer fram afmælismót GVS og eru 53 skráðir í mótið. Golfklúbbur Grindavíkur heldur Texas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 07:00

Tiger Woods náði ekki niðurskurði í Wells Fargo

Of mikið af slarki og næturlífi og minna af æfingum? Menn spekúlera hvað sé að hrjá fyrrum nr. 1 í heiminum þegar hann kemst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á móti eins og Wells Fargo. Er það ökklinn eða hnéð eða sveiflubreytingarnar allar? Skilnaðurinn, fjölmiðlafárið, slúðursleg uppljóstrunarbók Hank Haney um Tiger? Ljóst er að skjólstæðingi, fyrrum sveifluþjálfara Tiger, Butch Harmon er að farnast mun betur í mótinu, sem hlýtur að svíða sárt. Butch er sveifluþjálfari Nick Watney og hefir ekki legið á gagnrýni sinni á Tiger. Tiger spilaði á sléttu pari, samtals 144 höggum (71 73)  í Wells Fargo og var 1 höggi frá því að komast í gegnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 06:00

PGA: Nick Watney efstur í Quail Hollow – hápunktar og högg 2. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Nick Watney, sem leiðir þegar Wells Fargo mótið í Quail Hollow í Charlotte, Norður-Karólínu er hálfnað. Nick er samtals búinn að spila á -12 undir pari, samtals 132 höggum (68 64).  Hann átti ásamt Ben Crane lægsta skorið í gær, var á -8 undir pari, glæsilegum 64 höggum. Á hringnum fékk Watney 7 fugla, 1 örn og 1 skolla. Aðeins 1 höggi á eftir Watney er „heimamaðurinn“ Webb Simpson, sem búinn er að spila á -11 undir pari, samtals 133 höggum (65 68). Fjórir deila síðan 3. sætinu á -10 undir pari: Ben Crane, Stewart Cink, DA Points og Ástralinn John Senden. Ryan Moore er í 7. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 18:00

LET: Tríóið Bregman, Booth og Parker deilir forystunni þegar Opna skoska er hálfnað

Það eru þær Carly Booth, Florentyna Parker og Stacy Bregman sem deila 1. sætinu eftir 2. dag Opna skoska í Aberdeen.  Þær eru samtals búnar að spila Archerfield Links á -3 undir pari, samtals 141 höggum.  í 4. sæti er Tara Davies frá Wales. Forystukona gærdagsins Anne-Lise Caudal er síðan dottin niður í fimmta sætið sem hún deilir með hinni ítölsku Diönu Luna. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Opna skoska smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 17:45

Evróputúrinn: Frakkinn Grégory Bourdy leiðir í Sevilla eftir 2. dag Open de España

Það er Frakkinn Grégory Bourdy sem leiðir í Sevilla þegar Open de España er hálfnað. Hann var jafnframt á besta skori dagsins, glæsilegum, -6 undir pari, 66 höggum.  Hann fékk 8 fugla og 2 skolla í dag. Bourdy er samtals búinn að spila á -5 undir pari, samtals 139 höggum (73 66). Öðru sætinu deila 4 kylfingar: heimamaðurinn Jorge Campillo, Englendingarnir Danny Willett og Robert Rock og Ítalinn Matteo Manassero, allir á samtals -4 undir pari, þ.e aðeins 1 höggi á eftir Bourdy. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Open de España smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 17:30

GOS: Ölfussá er orðin hliðarvatnstorfæra á Svarfhólsvelli

Svarfhólsvöllur opnar formlega á morgun 5.mai með vorhreinsun og vallaropnunarmótinu. Að því tilefni þá er best að upplýsa það að ákvörðun hefur verið tekin með að hætta með vallarmörk ( out of bounds) með fram Ölfusá. Ölfusá hefur því verið breytt í hliðarvatnstorfæru ( rauðir hælar). Með þessu vonum við að völlurinn verði ennþá skemmtilegri og muni flýta leik einnig. Að öðruleiti er allt mjög gott að frétta af vellinum, völlurinn hefur aldrei komið eins vel undan vetri. Við bendum félögum og gestum að skrá sig á rástíma og vonandi sjá við sem flesta um helgina og í sumar. Hér fyrir neðan er regla um vatnstorfæru. Vatnstorfæra ( regla 26) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 15:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (6. grein af 21): Wil Besseling, Matthew Southgate og Peter Gustafson

Nú verður fram haldið kynningunni á strákunum 37 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrinn, keppnistímabilið 2012 í gegnum Q-school, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni, í desember s.l. árs. Í kvöld verða eftirfarandi kylfingar kynntir: Wil Besseling, Hollandi (varð í 26. sæti); Matthew Southgate, Englandi  (varð í 27. sæti) og Peter Gustafson, Svíþjóð, (varð í 28. sæti). Byrjum á Peter Gustafson Peter Gustafsson fæddist í Orust, Svíþjóð, 17. ágúst 1976 og er því 35 ára.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1999. Allt upp frá því hefir hann verið eilífðarkandídat í Q-school, hefir tekið þátt alls 9 sinnum og hefir einu sinni áður þ.e. 2004 komist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: – Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir – 4. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir. Hún er fædd 4. maí 1959.  Guðrún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast á Facebook síðu hans hér: Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Charles Ross „Sandy“ Somerville, f. 4. maí 1903 – d. 17. maí 1991;  Betsy Rawls, 4. maí 1928 (84 ára);  Rory McIlroy, 4. maí 1989 (23 ára) ; Örvar Samúelsson,  (GA) 4. maí 1991 (21 árs)  ….. og …… Örvar Samúelsson (21 árs) Bryndís María Ragnarsdóttir (17 ára) Halldór Jóhann Sævar Jósefsson (16 ára) Kristján Benedikt Sveinsson (15 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 11:00

Trump langar til að fá að halda US Open á einum valla sinna

Donald Trump hefir þegar hlotið samþykki bandaríska golfsambandsins fyrir því að eitt stærsta risamót kvennagolfsins US Women´s Open fari fram á golfvelli hans Trump National í Bedminster árið 2017. En mikill vill meira. Hinn 65 ára fjárfestingamógúll og sjónvarpsstjarna sagði í gær (3. maí 2012) að hann myndi langa til að risamót allra risamóta (í karlagolfinu) færi fram á einum golfvalla sinna. Trump á golfvelli um öll Bandaríkin og Evrópu sagði að Trump National sem Tom Fazio hannaði væri stór, mikill og erfiður völlur og sagði að hann stæðist léttilega samanburð við þá bestu í heimi. „Ég vildi að þessi völlur yrði algerlega í hæsta klassa golfsins, hvað varðar gæði og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 10:00

Enn um krókódílinn sem beit í hnéð á 75 ára kylfingi

Í gær voru golffréttamiðlar uppfullir af sögunni af kylfingnum 75 ára sem lifði af árás 3 metra langs krókódíls í síðustu viku í  Lake Ashton Golf and Country Club, í Flórída. Kylfingurinn, öðru nafni Albert Miller, hafði sett boltann sinn út í vatn við  15. braut og var að leita að honum þegar krókódíllinn geystist allt í einu upp úr vatninu og beit hann í vinstra hnéð. Eftir nokkur átök dró krókódíllinn hr. Miller  ofan í vatnið, en sleppti taki sínu allt í einu, kannski vegna mótspyrnunnar sem hann mætti af vinum Millers, sem héldu dauðahaldi í hann. Krókódílaárásir verða einmitt með þessum hætti sem í tiviki Miller: Krókódíllinn læsir Lesa meira