Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2012 | 11:00

LPGA: Pornanong Phatlum og Karine Icher deila forystunni eftir 1.hring Brazil Cup

Pornanong Phatlum frá Thaílandi og hin franska Karine Icher léku báðar á -7 undir pari, þ.e 66 höggum á fyrsta hring LPGA mótsins, Brazil Cup í gær.

Karine Icher frá Frakklandi.

Báðar voru með 8 fugla og 1 skolla á hring þeirra í Itanhanga Golf Club, í Rió og deila 1. sætinu.

Bandaríska stúlkan Katie Futcher var 1 höggi á eftir og nr. 3 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen er 2 höggum síðri en Phatlum og Icher. Fimmta sætinu deila síðan Paula Creamer og Christina Kim, sem voru á 69 höggum.

„Aðhöggin mín og púttin voru góð í dag,“ sagði Phatlum. „Ég held að ég verði bara að spila og einbeita mér að leik mínum,“ sagði hún. „Ég ætla bara að skemmta mér á morgun.“

Icher, sem var í 3. sæti á Mobile Bay Classic sagði að þetta hefði verið „góður hringur og góð tilfinning.“

„Púttin mín voru góð,“ sagði Icher. „Fyrst var erfitt að lesa flatirnar og þær voru hægar líkar. Ég átti mörg tækifæri í byrjun og bara náði fugli á 2. holu og síðan par, par, par, par. Ég var nálægt oft nálægt að setja niður (fyrir fugli) sem mér síðan tókst á 8. og 9. holu. Þetta var góður hringur og góð tilfinning. Ég elska þennan völl. Hann er bara flatur og skemmtilegur þannig að þetta var svalt.“

Pettersen var samtals á sléttur pari á seinni 9 með tvo fugla og tvo skolla.

„Það voru vonbrigði að komast ekki í -7 undir pari,“ sagði Pettersen. „Áður en ég komst á seinni 9 var ég ekki búin að sjá nein skor. Mér fannst mér ganga ansi vel, þar til að ég sá að aðrar voru með marga fugla líka. Það er svo sannarlega hægt að ná þeim (fuglunum) þarna. Veðrið verður eins og það er nú á morgun og flatirnar eru virkilega mjúkar. Þetta er eins og að vera í pílukasti.“

Heimild: CBS Sports