
Mesta eftirsjá stórkylfinga: (nr. 2 af 20) Tiger
Hin fallna goðsögn (Tiger Woods) hlýtur að vera full eftirsjár yfir öllum cocktail þjónustupíunum, bikínídömunum, klámstjörnunum og módelunum sem bundu endi á hjónaband hans, hans góða orðspor og golfleik hans í heild (a.m.k. hefir hann varla borið barr sitt á golfvellinum eftir framhjáhaldsskandalinn). Ef hann (Tiger) fengi tækifæri til að taka það (eða þær) aftur myndi hann gera það? Við komumst líklega aldrei að því. Skv. umboðsmanni Tigers neitaði hann nefnilega að svara spurningunni um mestu eftirsjá lífs síns. Það er hins vegar alveg þess virði að líta á opinbera afsökun hans (mea culpa) frá því í febrúar 2010:
„Það sem ég vil segja við hvert ykkar, einfaldlega og beint er að ég biðst af dýpstu einlægni afsökunar á óábyrgri og eigingjarnri hegðun minni ….. ég hef brugðist ykkur. Ég hef brugðist aðdáendum mínum. Fyrir mörg ykkar, sérstaklega vini mína, hefir hegðun mín verið persónuleg vonbrigði…. ég veit að ég hef biturlega brugðist ykkur öllum.
Ég hef látið ykkur efast um hver ég er og hvað ég hef gert. Ég skammast mín fyrir að hafa sett ykkur í þessa stöðu. Vegna alls sem ég hef gert er ég fullur eftirsjár. Ég hef svo margt til að bæta fyrir …. ég er hjónabandssvikari. Ég hélt fram hjá. Það sem ég gerði er ekki ásættanlegt. Og þetta er mér einum að kenna. Ég hætti að lifa eftir innsta kjarna þeirra gilda sem mér var kennt að trúa á. Ég vissi að það sem ég gerði var rangt. En ég sannfærði sjálfan mig um að almennar reglur ættu ekki við mig. Ég hugsaði aldrei um hvern ég særði. Þess í stað hugsaði ég bara um sjálfann mig… þessi skömm er mín ein. Ég særði eiginkonu mína, börnin mín, móður mína, fjölskyldu eiginkonu minnar, vini mína, stofnun mína og alla krakkana um allan heim sem dást að mér…. ég bið um að þið finnið rúm í hjarta ykkar til að trúa á mig aftur dag einn. Þakka ykkur fyrir.“
Heimild: Golf Digest
- apríl. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2021
- apríl. 16. 2021 | 10:00 Tiger fjarlægði golfvöll
- apríl. 7. 2021 | 10:00 Valdís Þóra segir skilið við atvinnumennskuna í golfi
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída