Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2012 | 11:00

PGA: HP Byron Nelson Championship hefst í dag – Mótið þar sem allt hófst hjá Keegan Bradley – myndskeið

Í dag hefst á TPC Four Seasons Resort í Irving, Texas, HP Byron Nelson Championship, þar sem þátt taka allir helstu kylfingar heims.

Þeir sem fyrirfram eru taldir sigurstranglegastir á mótinu eru Keegan Bradley, sem á titil að verja, Adam Scott og Phil Mickelson.  Keegan Bradley vann Ryan Palmer í fyrra á 1. holu umspils þar sem hann fékk par.

„Þetta mót“ sagði Bradley „gæti verið það mót sem hefir lagt grunninn að öllum ferli mínum, ef ég á að vera hreinskilinn.“

Til þess að sjá myndskeið með viðtali við Keegan Bradley smellið HÉR: