Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2012 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn í 31. sæti á NCAA Greensboro Regional

Í dag hófst á golfvelli Grandover Resort & Conference Center NCAA East Regional – NCAA Greensboro Regional.

Alls eru þátttakendur  og meðal þátttakenda eru Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte 49´s.

Ólafur Björn spilaði á +3 yfir pari, 75 höggum í dag á 1. degi mótsins og deilir 31. sætinu.

Ólafur Björn fékk 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba.

Hann var á næstbesta skori Charlotte. Charlotte háskólinn er í 12. sæti af 14, sem þátt taka.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag NCAA Greensboro Regional smellið HÉR: