Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 09:15

Tinna komst ekki í gegnum niðurskurð á Ljungbyhed Park PGA Ladies Open

Tinna Jóhannsdóttir, GK, spilaði í Ljungbyhed Park PGA Ladies Open í Svíþjóð, en mótið er hluti LET Access Series.

Mótið stendur dagana 16.-18. maí og eru þátttakendur 118.

Í gær var skorið niður og komst Tinna því miður ekki í gegnum niðurskurðinn.  Hún spilaði á + 11 yfir pari, samtals 153 höggum (78 75) og var aðeins 2 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð afmælisdaginn sinn, sem sem einnig var í gær.

Tinna deildi 59. sætinu með 5 öðrum þ.á.m. frönsku stúlkunni Marion Ricordeau, sem búin er að standa sig mjög vel á LET Access; var m.a. í 2. sæti á Dinard Ladies Open á eftir skosku stjörnunni Carly Booth.

Í efsta sæti eftir 2. dag í Ljungbyhed Park er heimakonan Jessica Karlsson. Lokahringurinn verður spilaður í dag.

Til þess að sjá stöðuna á Ljungbyhed Park PGA Ladies Open eftir 2. dag smellið HÉR: