Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2012 | 10:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia mætir Graeme McDowell í Volvo heimsmótinu í holukeppni

  Í Finca Cortesin í Casares í Andalucíu á Spáni fer nú fram Volvo World Match Play Championship þ.e.a.s. Volvo heimsmeistaramótið í holukeppni.  Eftirfarandi 16 komust áfram í 16 manna undanúrslit í gær, en þeirra á meðal er Richard Finch sem vann Þjóðverjann Martin Kaymer mjög óvænt, í gær.  Þegar þetta er ritað (kl. 10 á laugardagsmorgni 19. maí 2012) er þegar búið að spila 3 leiki í 16 manna undanúrslitunum og eins og sjá má hefir Norður-Írinn Graeme McDowell haft betur gegn Finch og mætir geysisterkum heimamanninum Sergio Garcia, sem vann hinn unga Tom Lewis 4 &3 seinna í dag í 8 manna úrslitum. Last 16 Sergio GARCIA 4&3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2012 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafi Birni gekk ekki vel á 2. hring NCAA Greensboro Regionals

Dagana 17.-19. maí fer á golfvelli Grandover Resort & Conference Center fram NCAA East Regional – NCAA Greensboro Regional, þ.e. svæðisúrslitin í Austur-deildinni. Þátttakendur eru 75 og þeirra á meðal eru  Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte 49´s. Í gær var spilaður 2. hringur í mótinu og verður lokahringurinn spilaður í dag. Ólafur Björn er er búinn að spila hringina tvo á samtals + 11 yfir pari, 155 höggum (75 80) og er T-57. Hann var á næstbesta skori Charlotte eftir fyrri daginn, en aðeins 4. besta skorinu í gær. Charlotte háskólinn er í 12. sæti af 14, sem þátt taka. Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis í dag! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2012 | 08:00

LPGA: Tseng og Pressel meðal þeirra sem spila í 16 manna úrslitum á Sybase mótinu

Í dag verður  Sybase mótinu í holukeppni fram haldið á Hamilton Farm Golfvellinum í New Jersey.  Keppni í 32 manna undanúrslitunum fór fram í gær og halda þær 16 sem komust áfram, fram keppni í dag.  Verður hér fjallað um hverjar þessar 16 eru, sem keppa í dag og helstu úrslit gærdagsins reifuð: Patty Berg riðillinn Yani Tseng frá Taíwan g. Candi Kung frá Taíwan Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng sýndi engin merki þess í gær að dregið væri af henni þegar hún vann bandarísku stúlkuna Katie Futcher 3&1. Allt var í stáli hjá þeim Kung og Haeji Kang allt fram að 17. holu, en fugl á 18. tryggði Candi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 16:00

Ólafur E. Ólafsson framkvæmdastjóri GKG lést 17. maí 2012

Ólafur E. Ólafsson, framkvæmdastjóri GKG, er látinn.  Hann lést er hann var við golfleik á 15. flöt Leirdalsvallar í gær, 17. maí 2012. Ólafur fékk hjartaáfall og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Ólafur var aðeins 53 ára og lætur eftir sig tvær dætur og tvö  barnabörn. Golf 1 vottar fjölskyldu Ólafs, vinum, vandamönnum og félögum hans í GKG innilegustu samúð. Ólafs verður sárt saknað.      

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 14:30

Birgir Björn fór holu í höggi á 8. braut Garðavallar!!!

Í gær, Uppstigningardag, var Garðavöllur á Akranesi troðfullur af unglingum, sem voru að að æfa sig fyrir fyrsta unglingamótið, sem verður haldið þar um helgina. Garðavöllur þeirra Leynismanna er í frábæru standi og að venju var gaman að horfa á unglingana spila. Frábærir taktar sáust víða á vellinum til að mynda í einu holli 15 ára Keilistráka, sem í voru Alexander Breki Marinósson, Birgir Björn Magnússon, Elías Fannar Arnarsson og Vikar Jónasson. Spiluðu þeir allir vel og fékk Elías Fannar örn á fjórðu braut þar sem kúlan fór ofan í holuna eftir 70 metra innáhögg!!! Birgir Björn fór síðan holu í höggi á áttundu braut. Hann sló með fimm járni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: – Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir.  Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og er  í Nesklúbbnum. Hún á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurrós Allansdóttir (49 ára) Þorkell Þór Gunnarsson (32 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 13:15

GV: Albert Sævarsson og Hlynur Stefánsson sigruðu á Eimskip Open í Eyjum

Í gær fór fram á Vestmannaeyjavelli, Eimskip Open, mót með Texas Scramble fyrirkomulagi.  Glæsileg verðlaun voru í mótinu. Helstu úrslit: 1.sæti  Albert Sævarsson og Hlynur Stefánsson       63 högg nettó.  Þeir hlutu í verðlaun Ecco Biom Hydbrid að verðmæti kr. 25.995. 2.sæti  Gunnar G.Gústafsson og Rúnar Þ.Karlsson    64 högg nettó. Þeir hlutu í verðlaun Ecco Street að verðmæti kr. 20.995. 3.sæti  Brynjar S.Unnarsson og Benóny Friðriksson  64 högg nettó. Þeir hlutu í verðlaun Ecco kerrupoka að verðmæti kr. 19.995. Nándarverðlaun: 2.flöt Örlygur Grímsson GV     1,78 m 7.flöt Arnsteinn Jóhannesson  GV 1,54 m 12.flöt Guðjón Grétarsson  GV  3,12 m 17.flöt Albert Sævarsson GV  3,85 m

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 12:36

GK: Lokahringurinn á Keilir Championship 2012 – myndskeið

Á Keili Championship 2012, sem fór fram í gær, tóku þátt þeir sem slá upphafshöggin á Hvaleyrinni hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og lenda boltunum á mótum á PGA Tour. Nokkrir þáttakendur þessa einstaka móts náðust á meðfylgjandi myndskeiði. Myndskeiðið settu þau Malen Rún Eiríksdóttir og Dagur Ebenezesson saman. Þar má sjá þá Dag Ebenezersson, Þórð Inga Jónsson, Rúnar Arnórsson og Orra Bergmann Valtýsson slá nokkur snilldarhögg. Til þess að sjá myndskeið af lokahring Keilir Championship 2012 smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 10:15

Mesta eftirsjá stórkylfinga: (nr. 3 af 20) Jack Nicklaus

Einn af mestu stórkylfingum heims, golfgoðsögnin Jack Nicklaus á að baki 18 risamótstitla, fleiri en nokkur annar og varð 72 í janúar s.l. Skyldi hann sjá eftir nokkru? Gefum honum orðið: „Chip Tom Watson á 17. braut á Pebble 1982, ég vil fá mulligan á þá holu… fyrir hönd Tom! Getum við gefið honum mulligan? Nei, í alvöru talað það eina sem ég vildi að ég hefði lokið við en lauk ekki var háskólanám. Að hljóta ekki gráðu frá Ohio State hafði engar stórvægilegar afleiðingar í lífi mínu, en það var meira í höfðinu á mér en nokkuð annað. Ég hafði setið nægilega marga tíma en ekki nógu marga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 09:30

PGA: Ryan Palmer efstur á HP Byron Nelson – hápunktar og högg 1. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag HP Byron Nelson, en mótið hófst í Irving, í Texas, í gær. Palmer, sem er í raun heimamaður, þar sem hann er frá Amarillo, Texas kom í hús á 64 glæsilegum höggum. Hann var með hreint skorkort þ.e. engan skolla og 6 fugla. Þó að Palmer hafi aðeins hitt 6 af 14 brautum, þá bjargaði frábær járnaleikur honum og hann var inni á flöt í 13 skipti á tilskyldum höggafjölda á hringnum. Það næsta sem hann var að fá skolla var á par-4 9. brautinni, en þar tókst honum að bjarga pari með því að setja niður 14 Lesa meira