
Birgir Björn fór holu í höggi á 8. braut Garðavallar!!!
Í gær, Uppstigningardag, var Garðavöllur á Akranesi troðfullur af unglingum, sem voru að að æfa sig fyrir fyrsta unglingamótið, sem verður haldið þar um helgina.
Garðavöllur þeirra Leynismanna er í frábæru standi og að venju var gaman að horfa á unglingana spila.
Frábærir taktar sáust víða á vellinum til að mynda í einu holli 15 ára Keilistráka, sem í voru Alexander Breki Marinósson, Birgir Björn Magnússon, Elías Fannar Arnarsson og Vikar Jónasson.
Spiluðu þeir allir vel og fékk Elías Fannar örn á fjórðu braut þar sem kúlan fór ofan í holuna eftir 70 metra innáhögg!!!
Birgir Björn fór síðan holu í höggi á áttundu braut. Hann sló með fimm járni í mótvindi og endaði hringinn á 69 höggum. Þetta er í annað sinn sem Birgir Björn fer holu í höggi en í fyrra skiptið var það á 6. braut á Hvaleyrinni fyrir þremur árum. Glæsilegur árangur hjá Birgi Birni!!!
Golf 1 óskar Birgi Birni innilega til hamingju með draumahöggið!
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023