Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2012 | 16:00

Ólafur E. Ólafsson framkvæmdastjóri GKG lést 17. maí 2012

Ólafur E. Ólafsson, framkvæmdastjóri GKG, er látinn.  Hann lést er hann var við golfleik á 15. flöt Leirdalsvallar í gær, 17. maí 2012.

Ólafur fékk hjartaáfall og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.

Ólafur var aðeins 53 ára og lætur eftir sig tvær dætur og tvö  barnabörn.

Golf 1 vottar fjölskyldu Ólafs, vinum, vandamönnum og félögum hans í GKG innilegustu samúð.

Ólafs verður sárt saknað.