
LPGA: Tseng og Pressel meðal þeirra sem spila í 16 manna úrslitum á Sybase mótinu
Í dag verður Sybase mótinu í holukeppni fram haldið á Hamilton Farm Golfvellinum í New Jersey. Keppni í 32 manna undanúrslitunum fór fram í gær og halda þær 16 sem komust áfram, fram keppni í dag. Verður hér fjallað um hverjar þessar 16 eru, sem keppa í dag og helstu úrslit gærdagsins reifuð:

18. brautin á Hamilton Farm golfvellinum í Gladstone, New Jersey, þar sem Sybase meistaramótið í holukeppni fer fram dagana 17.-20. maí 2012 - Brady Mansion er í bakgrunni
Patty Berg riðillinn
Yani Tseng frá Taíwan g. Candi Kung frá Taíwan
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng sýndi engin merki þess í gær að dregið væri af henni þegar hún vann bandarísku stúlkuna Katie Futcher 3&1. Allt var í stáli hjá þeim Kung og Haeji Kang allt fram að 17. holu, en fugl á 18. tryggði Candi Kung sigur. Það verða því löndurnar Tseng og Kung sem keppa í dag um sæti í 8 manna undanúrslitum; Kung er að leitast við að ná 1. sigri sínum á LPGA frá árinu 2008; Tseng keppist við að ná 4. sigri sínum á þessu keppnistímabili. Baráttan milli þessara stúlkna frá Taíwan er e.t.v. ein af þeim sem mesta athygli hlýtur á Hamilton Farm í dag.
Julieta Granada frá Paraguay g. Karine Icher frá Frakklandi
Granada þurfti ekki að spila 18 holur til þess að bera sigurorð af Ryann O’Toole. Granada innsiglaði sigurinn með tveimur fuglum í röð á 12. og 13. holu og lauk leiknum 6&5. Icher og Jennifer Johnson voru nokkuð jafnar á hring þeirra, en með fugli á 17. tryggði sú franska sér sigur 2&1. Báðar hafa Granada og Icher verið á uppleið í ár og báðar eru á höttunum eftir sigri, þeim fyrsta frá 2006 og 2005.
Kathy Whitworth riðillinn
So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu g. Katherine Hull frá Ástralíu
Nýliðastjarnan Ryu sýndi og sannaði í gær að hún væri mikil keppniskona þegar hún sigraði Minu Harigae á 16. holu og lauk leik þeirra 3&2. Hull, á hinn bóginn átti í nokkrum vandræðum með Mariajo Uribe og skiptust þær um að hafa yfirhöndina. Það þurfti að spila allar 18 holurnar til að skera úr um leikinn, sem hefði getað fallið á hvorn veginn sem var. Ryu hefir verið mjög stöðug þetta keppnistímabil og hún gæti svo sannarlega stimplað sig inn á LPGA Tour með sigri. Hull mun þó eflaust halda Ryu á tánum, en hún hefir nú þegar 2 sigra á LPGA undir beltinu.
Angela Stanford frá Bandaríkjunum g. Vicky Hurst frá Bandaríkjunum
Hurst hafði betur gegn nr. 5 á heimslista kvenna Cristie Kerr, en spila þurfti 19 holur til þess að tryggja sigurinn. Stanford á hinn bóginn lauk sínum leik fremur snemma, 4&3. Hún er álitin meðal þeirra sigurstranglegustu á morgun, en Hurst hefir svo sem áður haft betur gegn toppkylfingum sbr. Kerr og verður leikur þeirra spennandi.
Mickey Wright riðillinn
Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu g. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum
Na Yeon Choi hafði betur gegn löndu sinni Jenni Shin í gær og komst þar með í 3. umferð. Hún er að leitast við að tryggja sér 6. sigur sinn á LPGA. NY hefir staðið sig afburðavel það sem af er keppnistímabilisns, en hún var T-2 tvisvar á árinu á HSBC Women’s Champions 2012 og RR Donnelley LPGA Founders Cup. Pressel hefir mun meiri leikreynslu en NY. Pressel hefir spilað á 3 Solheim Cup keppnum f.h. Bandaríkjanna og auk þess sigraði hún á U.S. Women’s Amateur Championship, árið 2005.
Anna Nordqvist frá Svíþjóð g. Amy Yang frá Suður-Kóreu
Í þessum leik mætast þeir kylfingar sem e.t.v. þyrstir mest í sigur á LPGA. Meðan Yang hefir að marki að vinna fyrsta sigur sinn á LPGA þá er Nordqvist að reyna að sigra í fyrsta sinn frá því hún vann síðast árið 2009 á LPGA Tour Championship. Nordqvist vann Shin 2&1 í gær meðan Yang sló út Natalie Gulbis nokkuð örugglega 5&4.
Annika Sörenstam riðillinn
Jodi Ewart frá Englandi g. Azahara Muñoz frá Spáni
Jodie Ewart og Azahara Muñoz urðu að sigra tvo frábæra kylfinga til þess að stimpla sinn inn í 16 manna undanúrslitin í dag. Muñoz sigraði Amöndu Blumenherst sem var sigurvegari U.S. Women’s Amateur 2008. Frammistaða nýliðans enska Jodi Ewart er þó e.t.v. sú sem er athyglisverðust. Hún sigldi inn í 2. umferð með því að sigra þá sem átti titil að verja, sigurvegar á Sybase mótinu frá síðasta ári Suzann Pettersen og í gær vann hún þar að auki hina sænsku Sophie Gustafson. Gaman að fylgjast með Ewart og athyglisvert hvernig Aza gengur með hana í dag!
Stacy Lewis frá Bandaríkjunum g. Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu
Enn einn skemmtilegi leikurinn í dag, þar sem spila sigurvegarar tveggja Kraft Nabisco Champions risamóta á LPGA Stacy Lewis og Sun Young Yoo. Lewis sigurvegari Kraft Nabisco 2011 vann leik sinn 4&3 og fékk 5 fugla í 2. umferð. Lewis er sem stendur nr. 7 á Rolex-heimslistanum og vann einnig nú nýlega 2. sigur sinn á LPGA, þ.e.Mobile Bay LPGA Classic. Yoo, sem vann Kraft Nabisco Championship þurfti að spila allar 18 holurnar til þess að hafa betgur gegn Jessicu Korda, sem gaf sig alls ekki auðveldlega, 2&0. Yoo hefir áður sigrað Sybase Match Play Championship, árið 2010.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023