
PGA: Ryan Palmer efstur á HP Byron Nelson – hápunktar og högg 1. dags
Það er Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag HP Byron Nelson, en mótið hófst í Irving, í Texas, í gær.
Palmer, sem er í raun heimamaður, þar sem hann er frá Amarillo, Texas kom í hús á 64 glæsilegum höggum. Hann var með hreint skorkort þ.e. engan skolla og 6 fugla.
Þó að Palmer hafi aðeins hitt 6 af 14 brautum, þá bjargaði frábær járnaleikur honum og hann var inni á flöt í 13 skipti á tilskyldum höggafjölda á hringnum. Það næsta sem hann var að fá skolla var á par-4 9. brautinni, en þar tókst honum að bjarga pari með því að setja niður 14 feta pútt.
Öðru sætinu deila Alex Cejka frá Þýskalandi og Ástralinn Marc Leishman, á -5 undir pari hvor aðeins 1 höggi á eftir Palmer.
Í 4. sætinu eru 7 kylfingar enn einu höggi á eftir þ.á.m. sigurvegari The Players, Matt Kuchar.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag HP Byron Nelson, smellið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags á HP Byron Nelson, smellið HÉR:
Til þess að sjá högg 1. dags á HP Byron Nelson, sem Pádraig Harrington átti smellið HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023