Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2012 | 18:25

Ísak Jasonarson í forystu eftir fyrri hring á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Leirunni

Ísak Jasonarson, 16 ára, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði er í efsta sæti eftir fyrri dag 1. móts á Eimskipsmótaröðinni styrktu af Örninn golfverslun.

Ísak spilaði Leiruna á sama skori og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, en báðir spiluðu Leiruna á 72 höggum þ.e. sléttu pari, sem er einstaklega flott miðað við fremur hvassan og kaldan dag.

Á hringnum í dag fékk Ísak 4 fugla og 4 skolla.  Fuglarnir komu á 1., 9., 15. og 18. brautir Leirunnar en skollarnir á 3., 11., 12. og 14. braut.

Ísak er klúbbmeistari Golfklúbbs Öndverðarness 2011 og sigraði nú nýlega á Opna Icelandair Golfers á heimavelli. Þá spilaði hann Hvaleyrina á -2 undir pari, 69 glæsilegum höggum og fékk auk þess 40 punkta og lækkaði í forgjöf. Einstaklega glæsilegt hjá Ísak!!!