Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Már Óskarsson – 26. maí 2012

Það er Andri Már Óskarsson, GHR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Andri Már fæddist 26. maí 1991 og er því 21 árs í dag. Andri Már er klúbbmeistari GHR 2011 og frábær kylfingur með -0.4 í fgj.  Andri Már m.a. valinn íþróttamaður HSK 10. mars s.l.  Í dag á afmælisdaginn er Andri Már að spila á Eimskipsmótaröðinni í Leirunni.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hans Guðmundsson, GK, 26. maí 1961 (51 árs),  Jamie Spence, 26. maí 1963 (49 ára); Herborg Arnarsdóttir, GR,  26. maí 1975 (37 ára)

….. og  ……


Gunnar Hansson (41 árs)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is