Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2012 | 08:10

LET: Pernilla Lindberg leiðir þegar Uni Credit German Ladies Open er hálfnað

Sænska stúlkan Pernilla Lindberg leiðir þegar Uni Credit German Ladies Open er hálfnað. Lindberg spilaði á -7 undir pari, samtals 137 högg (68 69).

Aðeins 1 höggi á eftir Lindberg eru 5 frábærir kylfingar: Sandra Gal, Joanna Klatten, Stefanie Michl, Klara Spilkova og Carly Booth.

Tvær deila 7. sætinu: enska stúlkan Rebecca Hudson og hin ástralska Karen Lunn. Þær hafa spilað á -5 undir pari, samtals 139 höggum hvor.

Aðeins 2 högg skilja að 1. og 8. stúlkuna og ljóst að það stefnir í spennandi helgi í evrópsku kvennagolfi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag eftir Uni Credit German Ladies Open er hálfnað smellið HÉR: