Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2012 | 19:20

Birgir Leifur á sléttu pari og í forystu í Leirunni

Atvinnumaðurinn „okkar“ Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði á sléttu pari, 70 höggum á Hólmsvelli í Leiru í dag og leiðir ásamt Ísak Jasonarsyni, GK. Þeir verða því í lokahollinu á morgun og er tilhlökkunarefni að sjá þá spila saman!!! Veður á að verða miklu betra á morgun og því ekki úr vegi að leggja leið sína í Leiruna og fylgjast með okkar bestu kylfingum!!!

Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur 1 örn, 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba.  Örninn kom á 18. braut og var tilkomumikið að sjá Birgi Leif koma inn!  Fuglana fékk Birgir Leifur á 2., 6. 9. og 15. braut. Birgir Leifur var mjög óheppinn að fá ekki fugl á 16. braut en aðhöggið hans þar var sérlega glæsilegt. Skollarnir komu á 3., 4. 13. og 17. braut og skrambinn því miður á par-4, 5. brautina.