Frá „vöggu golfíþróttarinnar“ St. Andrews uppáhaldsgolfvelli Ómars Péturssonar, GHD, erlendis.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 22:00

Kristján Þór og Ólafur Björn komust ekki áfram á St. Andrews Links Trophy

Kristján Þór Einarsson, GK og Ólafur Björn Loftsson, NK, komust ekki í gegnum niðurskurð á St. Andrews Links Trophy mótinu, sem fram fer í vöggu golfíþróttarinnar, á St. Andrews í Skotlandi.

Kristján Þór spilaði á samtals á 10 yfir pari, 152 höggum (76 76); en Ólafur Björn á 4 yfir pari, 146 höggum (73 73). Það munaði aðeins 1 höggi að Ólafur Björn kæmist í gegnum niðurskurðinn en hann var miðaður við 3 yfir pari.

Aðeins 40 efstu komust í gegnum niðurskurð og því miður komust okkar menn ekki í gegn í þetta sinn.

Efstur eftir 2. hring er Hollendingurinn Daan Hutzing, en hann er búinn að spila á 14 undir pari (65 64) og er  aldeilis í sérflokki því sá sem næstur kemur, Jordan Zunic frá Ástralíu er á 4 undir pari eða 10 höggum á eftir Hutzing.

Til þess að sjá stöðu efstu 40 sem komust áfram smellið HÉR: