Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2012 | 19:30

LET: Line Vedel sigraði á Allianz Ladies Slovak Open

Það var danska stúlkan Line Vedel sem sigraði í dag á Allianz Ladies Slovak Open.

Line spilaði á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 69 69). Þetta er fyrsti sigur  hinnar 23 ára Line frá Aabenraa á Evrópumótaröð kvenna.

Eftir sigurinn sagði hún:„Ég er ánægð og spennt. Þetta er bara mikill léttir vegna þess að ég veit að ég gegn spilað gegn þeim bestu, bara að gera það er allt hann hlutur.“

Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð þýska stúlkan Caroline Masson á samtals 5 undir pari, 211 höggum (75 67 69)

Nontaya Srisawang frá Thaílandi og Veronica Zorzi frá Ítalíu deildu 3. sætinu á 3 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Allianz Ladies Slovak Open SMELLIÐ HÉR: