Berglind Björnsdóttir, GR, í Vestmannaeyjum á Egils Gull mótinu 9. júní 2012. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2012 | 13:30

Eimskipamótaröðin(2): Berglind Björnsdóttir sigraði á Egils Gull mótinu í kvennaflokki

Í dag var spilaður á Vestmannaeyjavelli 3. og síðasti hringur á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu.

Nú hafa allar í kvennaflokki lokið leik, en alls tóku 17 þátt.

Berglind Björnsdóttir, GR, sigraði í kvennaflokki á samtals 11 yfir pari, samtals 221 höggi  (78 71 72).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð efnilegasti kylfingur ársins 2011, Sunna Víðisdóttir, GR.  Sunna kom í hús á frábæru skori, spilaði lokahringinn á 3 undir pari og er sú eina í kvennaflokki, sem átti hring undir pari á Vestmannaeyjavelli í mótinu . Alls spilaði Sunna á 12 yfir pari, 222 höggum  (77 78 67).

Sunna Víðisdóttir, GR á Vestmannaeyjavelli. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð síðan Signý Arnórsdóttir, GK. Hún lauk keppni á 14 yfir pari, 224 höggum (75 78 71).

Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1.

Í 4. sæti varð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR á 18 yfir pari, 228 höggum (77 76 75).

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Í 5. sæti  varð síðan Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK á 19 yfir pari, 229 höggum (75 75 79).

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Úrslit í kvennaflokki urðu annars eftirfarandi: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Berglind Björnsdóttir GR 3 F 34 38 72 2 78 71 72 221 11
2 Sunna Víðisdóttir GR 3 F 34 33 67 -3 77 78 67 222 12
3 Signý Arnórsdóttir GK 3 F 33 38 71 1 75 78 71 224 14
4 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 1 F 39 36 75 5 77 76 75 228 18
5 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 2 F 38 41 79 9 75 75 79 229 19
6 Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 4 F 36 40 76 6 81 74 76 231 21
7 Guðrún Pétursdóttir GR 6 F 35 38 73 3 84 76 73 233 23
8 Tinna Jóhannsdóttir GK 1 F 41 35 76 6 79 78 76 233 23
9 Ragna Björk Ólafsdóttir GKG 5 F 39 39 78 8 82 73 78 233 23
10 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 4 F 37 41 78 8 79 77 78 234 24
11 Ingunn Einarsdóttir GKG 6 F 40 34 74 4 87 81 74 242 32
12 Þórdís Geirsdóttir GK 4 F 37 40 77 7 81 86 77 244 34
13 Heiða Guðnadóttir GKJ 6 F 39 42 81 11 84 80 81 245 35
14 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 9 F 41 43 84 14 81 80 84 245 35
15 Jódís Bóasdóttir GK 7 F 41 42 83 13 84 83 83 250 40
16 Hansína Þorkelsdóttir GKG 9 F 38 45 83 13 87 81 83 251 41
17 Hulda Birna Baldursdóttir GKG 9 F 46 47 93 23 95 85 93 273 63