Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2012 | 21:30

Eimskipsmótaröðin (2): Myndasería frá Egils Gull mótinu

Í dag lauk á Vestmannaeyjavelli, 2. mót Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótið.  Þátttakendur voru 80, þar af 17 í kvennaflokki. Það sem einkenndi mótið öðru fremur var nokkuð hvassviðri, sem m.a. olli því að fresta varð rástímum á fyrri degi, en á honum voru spilaðar 36 holur og lauk leik ekki á 2. hring fyrr en rétt fyrir miðnætti 9. júní 2012. Lokahringurinn var spilaður í dag, 10. júní 2012.

Sjá má myndaseríu frá mótinu með því að smella hér: EIMSKIPSMÓTARÖÐIN (2) HJÁ GV – 9. OG 10. JÚNÍ 2012

Sigurvegari í karlaflokki varð Þórður Rafn Gissurarson, GR, var á samtals 1 undir pari, 209 glæsihöggum og munaði mest um lokahringinn upp á 66 högg, þrátt fyrir slæman skramba á 16. holu.  Sigurinn tryggði Þórður Rafn sér með 2 fuglum á lokaholunum.

Hlynur Geir Hjartarson, GOS var á besta skori allra á mótinu 65 glæsihöggum, með 6 fugla og 1 skolla á lokahringnum.

Berglind Björnsdóttir GR, sigraði kvennaflokkinn á samtals 11 yfir pari.  Sunna Víðisdóttir, GR, var á besta skori kvenna, 3 undir pari á lokahringnum, eða 67 höggum.