
EPD: Þórður Rafn í 3. sæti á Schloß Moyland Golfresort Classic eftir 1. dag!!!
Í dag hófst Schloß Moyland Golfresort Classic mótið í Bedburg-Hau, í Þýskalandi Mótið er hluti EPD-mótaraðarinnar þýsku. Þátttakendur eru 128 og þ.á.m Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR.
Þórður Rafn átti glæsihring, spilaði á -2 undir pari, þ.e. 70 höggum og var einn af 12 sem spiluðu undir pari í dag. Hann deilir 3. sæti með 3 öðrum. Stórglæsilegt hjá Þórði Rafni!!!
Stefáni Má gekk ekki alveg eins vel. Hann var á sama skori og Luke Donald í gær, 79 höggum, eða +7 yfir pari og verður að hafa sig allan við á morgun ætli hann sér að komast í gegnum niðurskurð. Hann deilir 87. sæti ásamt 8 öðrum, sem stendur.
Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Schloß Moyland Golfresort Classic SMELLIÐ HÉR:
- apríl. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2021
- apríl. 16. 2021 | 10:00 Tiger fjarlægði golfvöll
- apríl. 7. 2021 | 10:00 Valdís Þóra segir skilið við atvinnumennskuna í golfi
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída