Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2012 | 14:00

Asíutúrinn: Miguel Tabuena frá Filippseyjum leiðir eftir 1. dag Queens Cup

Í gær hófst í Santiburi Samui Country Club, í Koh Samui, í Surat Thani í Thaílandi Queens Cup. Mótið stendur dagana 14.-17. júní.

Eftir 1. hring leiðir ungur 17 ára Filippseyingur, Miguel Tabuena. Hann spilaði Santiburi golfvöllinn á -4 undir pari, eða 67 höggum.

Efsta sætinu deildi hann með heimamanninum Boonchu Ruangkit, sem líka spilaði á 67 höggum.

Í 2. sæti var m.a. „John Daly“ Asíutúrsins, Kiradech Aphibarnrat.

Kiradech deildi 2. sætinu með  BAEK Seuk-hyun frá Suður-Kóreu, en báðir voru þeir á 68 höggum.