Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2012 | 13:00

Fimm íslenskir unglingar til Finnlands

Fimm ungir og efnilegir íslenskir kylfingar munu taka þá í Finnska meistaramóti unglinga sem fram fer 27.-29. júní næstkomandi. Leikið verður í tveimur aldursflokkum; drengir og telpur, 16 ára og yngri og strákar og stelpur, 14 ára og yngri.

Leikið verður á Cooke vellinum í Vierumaki sem er um 100 km fjarlægð frá Helsinki. Finnski atvinnukylfingurinn Mikko Ilonen stendur að mótinu en hann á að baki tvo sigra á Evrópumótaröðinni. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá íslensku kylfinga sem munu leika í mótinu og þeir eru eftirfarandi:

96-97 drengir: Gísli Sveinbergsson GK
96-97 telpur: Ragnhildur Kristinsdóttir GR
98 strákar: Henning Darri Þórðarson GK
Einstaklingskeppni:
96-97 drengir Birgir Björn Magnússon GK
98 strákar Fannar Ingi Steingrímsson GHG

Fararstjóri: Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.