Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2012 | 22:15

Unglingamótaröð Arion banka (3) í Korpu: Ísak fór holu höggi!!! – myndasería

Í dag, 15. júní var leikinn fyrri hringur á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka.  Mótið fór fram í Korpunni hjá Golfklúbb Reykjavíkur og tóku 135 unglingar þátt. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR og Sunna Víðisdóttir voru á besta skorinu; Kristinn Reyr var á parinu, 72 höggum og Sunna á 78 höggum.

Meðal þess fréttnæmasta var að Ísak Jasonarson, GK, sem spilar í flokki 17-18 ára pilta fór holu í höggi á 6. holu.

Golf 1 óskar Ísak innilega til hamingju með draumahöggið!!!

Sjá má myndaseríu frá fyrri degi 3. móts í Unglingamótaröð Arion banka hér:  UNGLINGAMÓT ARION BANKA (3) Á KORPU 15. JÚNÍ 2012