Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2012 | 12:10

LET: Carly Booth vann 2. sigur sinn á LET á Opna svissneska

Það var skoska golfstjarnan Carly Booth, sem sigraði í gær á Deutsche Bank Ladies Swiss Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Carly spilaði á samtals 12 undir pari, líkt og þýsku stúlkurnar Caroline Masson og Anja Monke.

Skoska stúlkan Carly Booth of Scotland tekur gleðistökk eftir að hún fékk örn á 4. holu umspilsins við Masson og Monke. Kærestinn Tano Goya, kaddý Carly horfir á. Mynd: LET

Á lokahringnum spilaði Carly á 68 höggum og var sem segir á samtals 12 undir pari, 276 höggum á heitum degi í Golf Gerre Losone í Ticino, Sviss. Hún fékk fugl á lokaholuna og komst í umspil við þýsku stúlkurnar Masson og Monke.  Síðan fékk hún fugl 3 sinnum á par-5 18 holuna áður en hún setti niður 3 metra arnarpútt og vann tékkann fyrir 1. sætið  €78,750.

Carly Booth á sama afmælisdag og Ragga okkar Sig og verður því 20 ára, 21. júní n.k.  Hún sagðist ekki geta hafa fengið betri afmælisgjöf.  Carly hefir verið mjög sigursæl; hún sigraði á LET Access í vor og síðan vann hún fyrsta sigur sinn á LET á Opna skoska fyrir 6 vikum síðan, snemma í maí.

„Ég er bara hissa og orðlaus. Ég á ekki til orð, ég er svo ánægð,“ sagði Carly Booth.

„Þetta var erfitt. Við fengum 3svar sinnum fugl og ég var farin að hugsa að einhver yrði að fá örn til þess að vinna mótið. Ég átti fullkomið dræv í hvert sinn og síðan 5-járn og flöt og síðan átti ég eftir 3 metra í holu þannig að þetta var fullkomið.  Ég var bara að reyna að setja niður. Ég var að reyna að ofhugsa þetta ekki og ég hugsa að ég hafi reynsluna eftir sigurinn í Skotlandi nú nýlega – þá var ég búin að innprenta mér tilfinninguna að reyna að vera róleg og jákvæð.“

Til þess að sjá úrslitin að öðru leyti á Deutsche Bank Ladies Swiss Open SMELLIÐ HÉR: