Viðtalið: Kristján Þór Einarsson, GK
Kristján Þór Einarsson, GK, tekur þátt í Amateur Championship í Glasgow, Skotlandi. Hann kom inn á 71 höggi í dag og er sem stendur í 21. sæti, eftir að fyrstu 144 hafa lokið keppni. Þetta er frábær árangur hjá Kristjáni Þór! Sjá má stöðuna með því að SMELLA HÉR:
Kristján Þór er annars einn þriggja Íslendinga, sem spilar í golfliði Nicholls State University í Thibodaux, Louisiana, í Bandaríkjunum, en hinir tveir eru Pétur Freyr Pétursson, GR og Andri Þór Björnsson, GR. Þetta er mesti fjöldi Íslendinga, sem spilar í einu og sama háskólaliðinu í Bandaríkjunum.
Kristján Þór er jafnframt Íslandsmeistari í höggleik 2008 og holukeppni 2009. Hann er næstyngsti kylfingur til að hafa orðið Íslandsmeistari í höggleik. Hér fer viðtal Golf 1 við Kristján Þór:
Fullt nafn: Kristján Þór Einarsson.
Klúbbur: Keilir
Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavik, 11, januar 1988.
Hvar ertu alinn upp? Í Kópavogi og Mosfellsbæ.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Það er enginn annar i fjölskyldunni, sem spilar golf.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Sumarið 1998.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég fór á golfnámskeið og heillaðist af þessu öllu saman og þar byrjaði ég i golfi.
Hvað starfar þú?/ Ertu í námi, ef svo er hvaða? Ég er i námi eins og er, er að læra sálfræði í Nicholls State.
Hvernig gekk að venjast Bandaríkjunum og hvað kom þér mest á óvart þar? Það gekk hægt en gékk þó. Það sem var svona erfiðast að venjast var hita- og rakastigið hérna úti, það var alveg viðbjóður að vera hérna fyrstu vikurnar út af hita. Og svo er það maturinn, ég er ennþá að venjast honum.
Hvað kanntu best við í Bandaríkjunum? Sólina 😉
Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér í Nicholls State? Það er skóli um 8 til hálf 12, þá förum við í hádegismat og svo er æfing i 4-5 tima. Eftir æfingu þá er kvöldmatur og svo Study Hall.
Hvernig finnst þér golfvellirnir í Bandaríkjunum í samanburði við íslenska golfvelli? Þeir eru mun betri og í mun betra ásigkomulagi svona heilt yfir og flatirnar eru mun betri. Svo er líka mun auðveldara að slá upp úr bönker hérna úti heldur en heima þar sem að sandurinn hér er mun léttari og hreinni.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvellina held ég frekar en strandvellina. Skógarvellirnir eru yfirleitt mun fallegri finnst mér og svo er trén lika það stór að þau blokka vindinn aðeins.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Ég hef oft verið talinn vera meiri holukeppnismaður heldur en höggleiksmaður, en já ég elska að spila holukeppni, svo að ég kýs holukeppnina fram yfir höggleikinn.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Vestmannaeyjar, einfaldlega út af því að ég er ættaður þaðan og þetta er bara völlur, sem að mér líður alltaf mjög vel á.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? TPC Louisiana er held eg einn af flottari völlum, sem eg hef spilað og hann er i miklu uppáhaldi hjá mér.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Ætli það sé ekki Royal Adelaide völlurinn í Ástralíu út af því að það spilaði ég á fyrsta heimsmeistaramótinu mínu og í þokkabót var mótið hinum meginn á hnettinum.
Hvað ertu með í forgjöf? +2.9
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 61 högg, á Hlíðavelli í Mosó.
Hvert er lengsta drævið þitt? Ég hef ekki hugmynd, en ég hef átt nokkur mjög löng dræv hérna úti. En ef ég ætti að giska þá er það eitthvað kringum 360-370 metrar eitthvað þar í kring.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að verða Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni og að hafa unnið 3 titla í háskólagolfinu.
Hefir þú farið holu í höggi? Já.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Bara misjafnt. Heima á Íslandi þá er það alltaf 2 Powerade, 0,5 l kók, samloka eða banani og eitt súkkulaðistykki.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, fótbolta, handbolta og badminton.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmatur: kjúklingur i karrý; Uppáhaldsdrykkur: Egils Mix; uppáhaldstónlist: djamm tónlist, uppáhaldskvikmynd: ég á margar uppáhaldsmyndir, en ég á enga uppahaldsbók þar sem að ég les ekki bækur.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Natalie Gulbis og Sergio Garcia.
Hvert er draumahollið? Garcia, Nicklaus, Adam Scott.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Adams MB2 idea pro járn (svört), Titleist 3 tre, Titleist Driver, Titleist wedgar, Ping Anser pútter sem og Odyssey Two ball pútter…. Pútterinn og lobbarinn eru mínar uppáhaldskylfur.
Hefir þú verið hjá golfkennara, ef svo er hvaða? Já, ég hef verið hjá Inga Rúnari Gíslasyni síðastliðin 10 ár.
Ertu hjátrúarfullur? Stundum, stundum ekki.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Ég á mér draum um að verða farsæll atvinnukylfingur en ég á ennþá alveg góðan veg eftir til að ná því markmiði. Golfið er númer 1,2 og 3. Markiðið varðandi lífið þá er það bara að eignast góða fjölskyldu, útskrifast með háskólagráðu og jafnvel mastersgráðu úr sálfræði.
Hvað finnst þér best við golfið? Hvað það er rosalega fljótt að breytast, getur verið skemmtilegt en það getur líka verið hrikalega svekkjandi og tekið á taugarnar.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Ég bara veit það ekki. Ég er yfirleitt mjög sterkur andlega, en get ekki sagt til um hversu mikil prósenta andlegi hlutinn er hjá mér í mótum.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? See it, Feel it, Trust it!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024