Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2012 | 03:30

PGA: Webb Simpson sigraði á US Open 2012

Það var Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson, sem stóð uppi sem sigurvegari US Open 2012 og er þetta 1. risamótið sem þessi fyrrum nemandi í Wake Forest (sami háskóli og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í) sigrar á.  Simpson var á skori upp á samtals 1 yfir pari, 281 högg (72 73 68 68).

Aðeins 1 höggi á eftir voru Norður-Írinn Graeme McDowell og Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson.

Fjórða sætinu deildu þeir Jim Furyk, sem búinn var að vera í forystu mestallan lokahringinn, Jason Dufner, David Toms og John Peterson, allir frá Bandaríkjunum og Írinn Pádraig Harrington; allir á samtals 3 yfir pari, hver.

Í 9. sæti var síðan sá sem líka sýndi af sér takta þess, sem líklegur væri að hreppa einum risatitlinum í viðbót: Ernie Els á samtals 4 yfir pari.

Tiger varð að láta sér lynda 21. sætið en hann hrapaði niður skortöfluna eftir hring upp á 73 högg, sem hann mátti alls ekki við eftir slakan hring deginum þar áður upp á 75 högg. Samtals spilaði Tiger á 7 yfir pari, 6 höggum verr en Simpson. Skor hans var upp á samtals 287 högg (69 70 75 73). Hann deildi 21. sætinu með 5 öðrum kylfingum þ.á.m. þeim áhugamanni, sem stóð sig best í mótinu, Jordan Spieth frá Texas.

Til þess að sjá úrslit á US Open 2012 SMELLIÐ HÉR: