Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2012 | 11:30

EPD: Þórður Rafn varð í 16. sæti á Schloß Moyland Golfresort Classic mótinu

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik í gær 17. júní 2012 á Schloß Moyland Golfresort Classic mótinu, sem er hluti af  EPD-mótaröðinni. Mótið fór fram í Bedburg-Hau í Þýskalandi.

Þórður Rafn spilaði samtals á 1 yfir pari, 217 höggum (70 71 76).  Það var síðasti hringurinn sem varð til þess að Þórður varð ekki ofar á skortöflunni, en hann var fram að því búinn að spila báða hringi sína glæsilega undir pari.  Lokahringur Þórðar byrjaði illa, hann fékk skramba,  7-u á par-4 1. brautinni; 3 skolla, 5 fugla og síðan lauk hann hringnum á skelfilegum skramba 8-u, á par-5 18. holunni. Þórður lauk keppni í 16. sæti, sem hann deildi með 5 öðrum.

Í efsta sæti varð þýski áhugamaðurinn Yannick Gumowski, en hann spilaði á samtals 8 undir pari. Hann var í nokkrum sérflokki því þeir sem deildu 2. sætinu Kramer, Le Sager og Novy voru allir á samtals 3 undir pari, þ.e. 5 höggum á eftir Gumowski. Það munaði því aðeins 4 höggum á Þórði Rafni og þeim, sem urðu í 2. sæti.

Til þess að sjá úrslit í mótinu  SMELLIÐ HÉR: