Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 03:00

LET: Elisabeth Esterl og Veronica Zorzi leiða eftir 1. dag Raiffeisenbank Prague Golf Masters

Það eru þýska stúlkan Elisabeth Esterl og Veronica Zorzi frá Ítalíu, sem leiða eftir 1. dag Raiffeisenbank Prague Golf Masters, sem fram fer í Albatross Golf Resort, rétt fyrir utan Prag í Tékklandi.  Esterl og Zorzi spiluðu báðar á 66 höggum.

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Mel Reid frá Englandi og Connie Chen og Lee-Ann Pace frá Suður-Afríku, en allar eru þær 2 höggum á eftir Esterl og Zorzi á 68 höggum eða 4 undir pari.

Fimm kylfingar eru síðan á 3 undir pari, 69 höggum: Laura Davies og Eleanor Givens frá Englandi; Stacey Keating og Nikki Garrett frá Ástralíu og Jenni Kuosa frá Finnlandi.

Skoska stjarnan Carly Booth spilaði á sléttu pari, en spáð er að niðurskurður verði miðaður við 1 yfir pari.  Booth verður því að eiga góðan laugardag til að halda sér inni í mótinu!

Til þess að sjá stöðuna á Raiffeisenbank Prague Golf Masters eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: