Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 07:00

GK: Einar Haukur sló næstum vallarmet á Hvaleyrinni

Einar Haukur Óskarsson, tók þátt í innanfélagsmóti hjá GK, s.l. miðvikudag.  Það voru 139 skráðir í mótið. Einar Haukur spilaði langbest þeirra 130, sem luku keppni; var á 6 undir pari, 65 glæsihöggum. Á hringnum fékk Einar Haukur 7 fugla og 1 skolla, en skollinn kom í Hrauninu, á erfiðustu brautinni þ.e. 2. braut.

Vallarmet á Hvaleyrinni af gulum er 64 högg.  Einar Haukur var því aðeins 1 höggi frá því að jafna vallarmetið og 2 frá því að setja nýtt. Glæsilegur árangur hjá þessum frábæra kylfingi, sem nýgenginn er til liðs við GK!

Úrslit urðu annars eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar

1. sæti  Einar Haukur Óskarsson GK  65 högg
2. sæti  Sara Margrét Hinriksdóttir GK 72 högg
3. sæti  Þórdís Geirsdóttir GK 73 högg

Punktakeppni með forgjöf

1. sæti  Einar Haukur Óskarsson GK 41 pkt.
2. sæti  Sara Margrét Hinriksdóttir GK 41 pkt.
3. sæti  Sverrir Kristinsson GK 41 pkt.
4. sæti  Birkir Pálmason GK 40 pkt.
5. sæti  Gunnar Þór Ármannsson GK 39 pkt.

Sjá má úrslitin í heild með því að SMELLA HÉR: