Henning Darri Þórðarson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2012 | 15:30

Henning Darri á 79 höggum – Fannar Ingi á 80 höggum í Finnlandi eftir 1. dag

Henning Darri Þórðarson, GK, spilaði 1. hring á  Finnish International Junior Championship á 79 höggum í dag.

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Mynd: Golf 1

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sem líka spilar í strákaflokk á mótinu var á 80 höggum.  Enn eiga nokkrir eftir að ljúka leik þannig að ekki er vitað í hvaða sæti Henning Darri og Fannar Ingi eru á þessari stundu.

Eins og staðan er núna er Henning Darri í 15. sæti og Fannar Ingi í 18. sæti, sem er góður árangur, en þátttakendur í strákaflokki eru 54.

Á besta skorinu eins og er, er Finninn Nicholas Jenkins á 1 undir pari.  Í 2. sæti er Oliver Lindell á sléttu pari og á eftir að spila 5 holur.

Til þess að fylgjast með stöðunni í strákaflokki á Finnish International Junior Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: