Var val landsliðsþjálfara á karlalandsliðinu rétt? Hvað með Arnór Inga og Rúnar?
Nú rétt í þessu var tilkynnt hverjir skipa íslenska karlalandsliðið sem mun leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Liðið er skipað Ólafi Birni Loftssyni, NK, Kristjáni Þór Einarssyni, GK, Haraldi Franklín Magnús, GR, nýbökuðum Íslandsmeistara í holukeppni, Andra Þór Björnssyni, GR, Guðmundi Ágúst Kristjánssyni, GR og Guðjóni Henning Hilmarssyni, GKG.
Úlfar Jónsson er ekki öfundsverður af því að setja saman 6 manna karlalandsliðið, með svo mikla hæfileikamenn að velja úr. Þó vekur val hans á liðinu nokkra furðu einkum m.t.t. nýlegs æfingamóts, sem haldið var sérstaklega í tilefni af forkeppninni, en það fór fram á Hvaleyrarvelli.
Á umræddu 27 holu æfingamóti hlutu eftirfarandi verðlaun veitt fyrir besta skor:
1. Arnór Ingi Finnbjörnsson 71-34; -2
2.-3. Haraldur Franklín 69-38; par
2.-3. Rúnar Arnórsson 73-34; par
Verðlaun veitt fyrir tölfræði:
Flestar hittar brautir: Arnór Ingi 61%
Flatir í tilætluðum höggafjölda: Arnór Ingi og Rúnar: 71%
Fæst pútt á flötum hittum í tilætluðum höggafjölda: Haraldur Franklín 1,65
Scrambling (bjarga pari eftir missta flöt): Arnór Ingi: 93%
Skv. ofangreindu voru Rúnar og Arnór Ingi að standa sig best á æfingamótinu, sem og Haraldur Franklín, sem spilaði sig inn í liðið.
Rúnar þekkir auk þess hvern krók og kima á Hvaleyrinni og varð í 2. sæti í Meistaramóti GK 2011, á eftir margföldum Íslandsmeistara Björgvini Sigurbergssyni, sem eins og Rúnar þekkir heimavöll sinn betur en nokkur annar. Auk þess varð Rúnar í 4. sæti á nýlegu Íslandsmóti í holukeppni, á eftir Birgi Leif, Hlyn Geir og Haraldi Franklín.
Arnór Ingi hefir líka verið að spila frábært golf að undanförnu. Fyrir utan að leika best allra í ofangreindu æfingamóti er skemmst að minnast að hann var á besta skori á Opna Þjóðhátíðarmótinu á Seltjarnarnesi og vann sér þar með inn þátttökurétt í Einvíginu á Nesinu.
Úlfar hefir eflaust sínar ástæður fyrir valinu, en með vali sínu, umfram þá Rúnar og Arnór, leggur hann pressu á liðið að standa sig.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024