
Birgir Björn í 5. sæti í Finnlandi eftir 1. hring
Það er Birgi Björn Magnússon, GK, sem búinn er að spila geysigott golf á Finnish International Junior Championship mótinu, sem fram fer í bænum Vierumäki, í Finnlandi. Eftir 1. hring í U16 drengjaflokknum deilir Birgir Björn 5. sætinu með 2 öðrum, en hann spilaði á 74 glæsihöggum.
Klúbbfélagi Birgis, Gísli Sveinbergsson, GK, er líka að gera góða hluti en hann er skammt undan á 76 höggum og deilir 11. sætinu með 5 öðrum, sem er góður árangur.
Alls eru 54 þátttakendur í drengjaflokk.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er líkt og Gísli í T-11 í sínum flokki, 16 ára og yngri eftir 1. spilaðan hring. Ragnhildur var á 81 höggi, sem er fínn árangur, en í telpnaflokki eru 30 keppendur.
Keppni í strákaflokki 14 ára og yngri er rétt hafin og eru Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og Henning Darri Þórðarson, GK að standa sig vel.
Fylgjast má með stöðunni á Finnish International Junior Championship í Vierumäki með því að SMELLA HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023