Afmæliskylfingur dagsins: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson – 8. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson. Einar Ásgeir er fæddur 8. júlí 1997 og því 15 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson (15 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Juan Carlos Rodriguez (37 ára) Evuklæði Svava Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
GKB: Jenetta Bárðardóttir og Hjalti Atlason eru klúbbmeistarar GKB 2012
Hjalti Atlason og Jenetta Bárðardóttir eru klúbbmeistarar GKB 2012, en meistaramótinu lauk á Kiðjabergsvelli í gær. Fínasta veður var alla fjóra keppnisdagana og völlurinn í frábæru ástandi. Einar Snær Ásbjörnsson sigraði í 1. flokki karla, Bjarni B. Þorsteinsson í 2. flokki karla, Guðný Kristín S Tómasdóttir í 2. flokki kvenna og Ólafur Stefánsson sigraði í 3. flokki karla. Úrslit í meistaramóti GKB: Meistaraflokkur karlar <= 0-7.5: 1 Hjalti Atlason GKB 72 75 72 75 = 294 2 Guðmundur Ingvi Einarsson GKB 78 77 75 76 = 306 3 Halldór Heiðar Halldórsson GKB 78 82 69 78 = 307 4 Sturla Ómarsson GKB 79 81 80 77 = 317 5 Haraldur Lesa meira
PGA: Simpson efstur fyrir lokahring Green- brier Classic – hápunktar og högg 3. dags
Það er Webb Simpson sem hefir forystuna fyrir lokahring Greenbrier Classic á Old White. Hann er samtals búinn að spila á -14 undir pari, á samtals 196 höggum (65 66 65). Simpson hefir 2 högga forystu á Troy Kelly sem er einn í 2. sæti. Í 3. sæti eru Ken Duke, JB Holmes og og Charlie Beljan, allir á 11 undir pari, 3 höggum á eftir Simpson. Einn í 6. sæti er síðan Ted Potter Jr. á samtals 10 undir pari. Það vantar áþreifanlega stóru nöfnin í efstu sætin á þessu móti til þess að það nái einhverjum hæðum í athygli, en sem kunnugt er náðu Tiger Woods, Phil Mickelson, Lesa meira
LPGA: Na Yeon Choi í efsta sæti fyrir lokahring US Women´s Open
Það er Na Yeon Choi (oft kölluð NY eins og stórborgin) frá Suður-Kóreu, sem er í forystu fyrir lokahring US Women´s Open risamótsins, sem spilaður verður í kvöld. NY er komin með afgerandi forystu, er á samtals 8 undir pari 208 höggum samtals (71 72 65) og munar þar mestu um frábæran hring hennar í gær upp á 65 högg, sem er heilum 7 undir pari. Á hringnum góða fékk NY 8 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti er er landa hennar Amy Yang, 6 höggum á eftir NY og þriðja sætinu deila Sandra Gal frá Þýskalandi, hin bandaríska Lexi Thompson og Mika Miyazato frá Japan, sem enn bíður Lesa meira
GSF: Huginn Rafn Arnarson og Guðmundur G. Gunnarsson sigruðu á Opna Brimbergsmótinu
Opna Brimbergsmótið var haldið í gær á Hagavelli á Seyðisfirði í hreint út sagt frábæru veðri, 20+ allan daginn. Þátttakendur voru 65, þar af 6 konur. Leikformið var punktakeppni með forgjöf og verðlaun veitt fyrir 5 efstu sætin og höggleikur án forgjafar, en þar voru verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin. Sami aðili gat ekki tekið verðlaun hvorutveggja höggleik og punktakeppni. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur 1 Huginn Rafn Arnarson GFH 6 F 40 37 77 7 77 77 7 2 Arnar Freyr Jónsson GN 2 F 39 38 77 7 Lesa meira
GKG: Ragna Björk og Guðjón Henning klúbbmeistrarar GKG 2012
Það eru Ragna Björk Ólafsdóttir og Guðjón Henning Hilmarsson sem eru klúbbmeistarar GKG 2012. Guðjón Henning lauk leik á Leirdalsvelli í Meistaramóti GKG í gær á 71 höggi og samtals sléttu pari (70 70 73 71); spilaði jafnt og stöðugt golf alla 4 dagana og vann klúbbmeistaratitil sinn með nokkrum yfirburðum, átti 8 högg á þann sem næstur kom Sigmund Einar Másson, sem varð i 2. sæti á 8 yfir pari (75 71 74 72). Úrslit í Meistaraflokki karla á Meistaramóti GKG 2012 voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur 1 Guðjón Henning Lesa meira
GKG: Ragnheiður og Ragnar Már sigruðu á Niðjamótinu
Niðjamót GKG var haldið laugardaginn fyrir viku, 30. júní 2012. Aðstæður til golfiðkunar voru eins og best verður á kosið og spilamennskan eftir því. Helstu úrslit voru eftirfarandi: 1. sæti – Ragnar Már Garðarsson og Ragnheiður Sigurðardóttir 42 punktar 2. sæti – Særós Eva Óskarsdóttir og Óskar Garðarsson 41 punktur (best síðustu 6 holurnar) 3. sæti – Starkaður Sigurðarson og Kjartan Guðjónsson 41 punktur 4. sæti – Emil Þór Ragnarsson og Hólmfríður Einarsdóttir 41 punktur Nándarverðlaun: 2. hola – Atli Ágústsson 6,24 m 4. hola – Orri Guðlaugur Jónsson 2,59 m 9. hola – Ragnar Már Garðarsson 1,17 m 11. hola – Nanna Björg Lúðvíksdóttir 2,25 m 13. hola – Lesa meira
GK: Kristján Þór og Tinna klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis 2012
Það eru Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis 2012. Kristján Þór var í 4.-6. sæti fyrir lokahringinn og 14 höggum á eftir þeim sem leiddi Rúnari Arnórssyni og var búinn að leiða alla 3 dagana. Í dag spilaði Krístján Þór draumagolf, skilaði inn „hreinu“ skollalausu skorkorti upp á 9 undir pari, með 9 fuglum (sem komu á 1., 2., 3., 5. 7., 12., 13., 16. og 18. braut). Frábært golf hjá Kristjáni Þór! Samtals spilaði Kristján Þór á 6 undir pari (73 72 71 62) þ.e. bætti sig á hverjum degi og spilaði á 1 höggi samtals betur en Rúnar Arnórsson, sem búinn var að Lesa meira
GO: Andrea og Rafn klúbbmeistarar Golfklúbbsins Odds 2012
Það eru Andrea Ásgrímsdóttir og Rafn Stefán Rafnsson sem er klúbbmeistarar Golfklúbbsins Odds 2012. Rafn Stefán spilaði Urriðavöll á samtals 9 yfir pari, samtals 293 höggum (78 71 74 70) og átti 5 högg á þann sem næstur kom, Hlyn Þór Stefánsson, sem varð í 2. sæti. Úrslit í Meistaraflokki karla á Meistaramóti GO 2012 voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur 1 Rafn Stefán Rafnsson GO 2 F 36 34 70 -1 78 71 74 70 293 9 2 Hlynur Þór Stefánsson GO 5 F 36 37 73 2 79 70 76 Lesa meira
GR: Haraldur Franklín og Ólafía Þórunn klúbbmeistarar GR 2012 – Bráðabana þurfti milli Arnórs Inga og Haraldar til að skera úr um klúbbmeistaratitil karla
Bráðabana þurfti til að skera úr um klúbbmeistaratitil karla. Haraldur Franklín Magnús sigraði Arnór Inga Finnbjörnsson á 1.holu í Grafarholti. Báðir léku þeir hringina fjóra á 278 höggum. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Kristjánsson á 280 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafði mikla yfirburði í kvennaflokki og sigraði á 285 höggum. Önnur Varð Ragnhildur Sigurðardóttir á 303 höggum og Berglind Björnsdóttir varð þriðja á 311 höggum. Golf 1 verður með nánari umfjöllun um Meistaramót GR á morgun. Heimild: grgolf.is










