Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2012 | 13:20

PGA: Simpson efstur fyrir lokahring Green- brier Classic – hápunktar og högg 3. dags

Það er Webb Simpson sem hefir forystuna fyrir lokahring Greenbrier Classic á Old White.  Hann er samtals búinn að spila á -14 undir pari, á samtals 196 höggum (65 66 65). Simpson hefir 2 högga forystu á Troy Kelly sem er einn í 2. sæti.

Í 3. sæti eru Ken Duke, JB Holmes og og Charlie Beljan, allir á 11 undir pari, 3 höggum á eftir Simpson. Einn í 6. sæti er síðan Ted Potter Jr. á samtals 10 undir pari.

Það vantar áþreifanlega stóru nöfnin í efstu sætin á þessu móti til þess að það nái einhverjum hæðum í athygli, en sem kunnugt er náðu Tiger Woods, Phil Mickelson, Jim Furyk, Camilo Villegas o.fl. góðir ekki í gegnum niðurskurð.

Aðrir sem komust í gegn s.s. Keegan Bradley og Seung-Yul Noh finnast ekki fyrr en í 11. sæti; Steve Stricker er í 26. sæti og John Daly og Vijay Singh, (sem leiddi eftir 1. dag) eru í 33. sæti, svo dæmi séu tekin.  Allir deila þessir kappar sætum sínum með fjölda annarra kylfinga.

Til þess að sjá stöðuna á Greenbrier Classic eftir 3.dag SMELLIÐ HÉR:

Tl þess að sjá hápunkta 3. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags sem Martin Flores átti SMELLIÐ HÉR: