Hvernig veðrið hefir áhrif á boltaflugið – myndskeið
Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig veðrið hefir áhrif á boltaflugið í golfinu. Það eru kannski ekki ný sannindi að golfboltinn fer lengra í hlýju veðri. Í myndskeiðinu er tekið dæmi þar sem boltinn fer heila 7 yarda (þ.e. 6.4 metra) lengra þegar slegið er með 5-járni, annars vegar á hlýjum og rökum degi 80° Fahrenheit (26,6° Celsius) heldur en á köldum, þurrum degi, 40° Fahrenheit (4° Celsius). Mótstaða loftsins er minni þegar hlýtt er, vegna minni þéttileika loftsins og boltinn flýgur lengra. Þetta þýðir að á köldum degi þarf að taka kylfu með lægra númeri en venja er t.a.m. 7-járn í stað 8-járns o.s.frv. Til þess að sjá Lesa meira
GÓ: Brynja og Sigurbjörn eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2012
Sigurbjörn Þorgeirsson og Brynja Sigurðardóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2012. Þátttakendur í Meistaramóti GÓ 2012 voru 41 og spilað var í 9 flokkum. Sigurbjörn spilaði á samtals 9 yfir pari, 207 höggum (65 70 72). Á fyrsta degi átti hann glæsihring upp á 1 undir pari á Skeggjabrekkuvelli, sem er par-66. Sigurbjörn átti 4 högg á Berg Rúnar Björnsson, sem varð í 2. sæti. Í kvennaflokki sigraði Brynja Sigurðardóttir; spilaði á samtals 27 yfir pari (79 89) og átti 6 högg á klúbbmeistara GÓ 2011, Björgu Traustadóttur, sem varð í 2. sæti. Úrslit í 1. flokki karla á Meistaramóti GÓ 2012: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur Lesa meira
GOS: Alexandra Eir og Hlynur Geir klúbbmeistarar Golfklúbbs Selfoss 2012
Það eru þau Hlynur Geir Hjartarson og Alexandra Eir Grétarsdóttir, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Selfoss 2012. Hlynur Geir spilaði hringina 4 á samtals glæsilegum 19 undir pari – spilaði alla hringina undir pari þ.e. á samtals 261 höggi (65 66 62 68). Á 3. degi Meistaramótsins setti Hlynur Geir glæsilegt nýtt vallarmet og bætti fyrra met, sem hann átti um 2 högg. Hlynur átti 17 högg á þann sem kom næstur og var í 2. sæti, þ.e Jón Inga Grímsson. Alexandra Eir Gréttarsdóttir spilaði á samtals 73 yfir pari á samtals 353 höggum (93 85 87 88) og er klúbbmeistari kvenna hjá GOS. Hér fara úrslit í öllum flokkum á Meistaramóti GOS Lesa meira
GSE: Hrafn Guðlaugsson er klúbbmeistari Golfklúbbs Setbergs 2012
Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs í Hafnarfirði. Hrafn spilaði samtals 2 undir pari, samtals 286 höggum (69 68 76 73). Hann átti 4 högg á þann sem næstur kom Ólaf Hrein Jóhannesson. Þátttakendur í Meistaramóti GSE í ár voru 132. Hér má sjá úrslit í Meistaraflokki karla á Meistaramóti GSE 2012: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur 1 Hrafn Guðlaugsson GSE 0 F 37 36 73 1 69 68 76 73 286 -2 2 Ólafur Hreinn Jóhannesson GSE 0 F 34 37 71 -1 75 68 76 71 290 2 3 Eiríkur Guðmundsson Lesa meira
LPGA: Na Yeon Choi vann US Women´s Open
Það var Na Yeon Choi (oft kölluð NY) sem stóð uppi sem sigurvegari á US Women´s Open í kvöld. Choi spilaði á samtals 7 undir pari og átti 4 högg á þá sem næst kom, löndu sína Amy Chang. Í sigurlaun fékk NY $585.000,- NY var bara 10 ára þegar hún horfði á Se Ri Pak í sjónvarpinu sigra á US Women´s Open á Blackwolf Run. Sigurinn olli því að ný kynslóð kvenkylfinga í Suður-Kóreu vildi feta í fótspor fyrirmyndarinnar Pak og þeirri sem svo sannarlega hefir tekist það er NY, sem í dag lyfti sigurbikarnum 14 árum á eftir aðalfyrirmynd sinni. Í 3. sæti varð Sandra Gal frá Þýskalandi og Lesa meira
PGA: Ted Potter Jr. sigraði á Greenbrier Classic
Enn einn kylfingurinn var að vinna sinn fyrsta sigur á PGA Tour og í kvöld var það Ted Potter Jr. Hann er sigurvegari Greenbrier Classic 2012. Ted og Troy Kelly voru jafnir eftir 72 holu leik og því varð að koma til umspils. Báðir voru þeir búnir að spila á 16 undir pari, samtals 264 höggum. Átjánda og 17. holan voru spilaðar og allt jafnt báðir fengu par. Síðan var 18. sem er par-3, spiluð aftur og þar vann Ted Potter Jr. með fugli. Hann er 2. nýliðinn á PGA Tour 2012 sem sigrar PGA mót. Þriðja sætinu deila nafnarnir Charlie Wi og nýliðinn Charlie Beljan, á 14 undir pari, hvor. Í 5. Lesa meira
Evróputúrinn: Marcel Siem sigraði á Alstom Open de France
Það var Þjóðverjinn Marcel Siem sem sigraði á Alstom Open de France mótinu í París í dag. Siem spilaði samtals á 8 undir pari, 276 höggum (68 68 73 67). Það var einkum glæsihringur hans í dag upp á 67 högg, sem tryggði sigurinn og sigurtékkann upp á €525.000,- Þetta er 2. sigur Siem á Evróputúrnum en hann hefir áður sigrað á Dunhill Championship 2004. Eftir sigurinn sagði Siem m.a.: „Ég er svo hamingjusamur. Þetta (sigurinn) hefir mikla þýðingu fyrir mig.“ Í 2. sæti varð Ítalinn Francesco Molinari aðeins 1 höggi á eftir Siem, eftir að hafa náð besta skorinu í mótinu á lokahringnum, 64 höggum! Í 3. sæti 2 Lesa meira
GR: Ólafía Þórunn og Haraldur Franklín klúbbmeistarar Golfklúbbs Reykjavíkur 2012
Það eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Haraldur Franklín Magnús sem eru klúbbmeistarar GR 2012. Ólafía vann með nokkrum yfirburðum var á samtals 285 höggum og átti 18 högg á Ragnhildi Sigurðardóttur, sem varð í 2. sæti. Haraldur Franklín fékk að hafa fyrir titli sínum; fór í bráðabana við Arnór Inga Finnbjörnsson, sem varð í 2. sæti, en báðir voru jafnir á samtals 8 undir pari eftir 4 spilaða hringi (2 á Korpunni og 2 í Grafarholtinu). Lokastaða efstu kylfinga í m.fl. karla í Meistaramóti GR: 1. sæti Haraldur Franklín Magnús GR 71-66-70-71=278 -8 (e. bráðabana) 2. sæti Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 73-70-67-68=278 -8 3. sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 69-71-68-72=280 -6 Lesa meira
GMS: Margeir Ingi og Sara klúbbmeistarar Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2012
Það eru Margeir Ingi Rúnarsson og Sara Jóhannsdóttir, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi. Margeir Ingi spilaði hringina 4 á samtals 15 yfir pari, 303 höggum (80 76 72 75). Margeir Ingi átti 7 högg á þann sem varð í 2. sæti Kristinn Bjarna Heimisson. Sara Jóhannsdóttir varð klúbbmeistari Mostra í kvennaflokki. Hún spilaði Víkurvöll á samtals 363 höggum (90 88 94 91). Hún vann með nokkrum yfirburðum en næsti keppandi var 19 höggum á eftir Söru, þ.e. Hildur Björg Kjartansdóttir, sem varð í 2. sæti. Þátttakendur í Meistaramóti GMS 2012 voru 37 talsins í ár. Hér fara úrslit í öllum flokkum: Úrslit í 1. flokki karla á Meistaramóti Lesa meira
GKJ: Theodór Emil og Heiða Guðna eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Kjalar 2012
Það eru Theódór Emil Karlsson og Heiða Guðnadóttir, sem eru klúbbmeistarar GKJ 2012. Theodór Emil var sá eini sem var með heildarskor undir pari á Meistaramóti GKJ, þ.e. 2 undir pari eða samtals 286 högg (73 73 69 71). Glæsilegur árangur það og sérstaklega seinni 2 dagarnir þar sem Theodór Emil spilaði 3 undir pari 3. daginn og 1 undir pari lokahringinn. Theódór Emil átti 7 högg á þann sem næstur kom en það var Arnar Sigurbjörnsson, sem varð í 2. sæti. Úrslit í Meistaraflokki á Meistaramóti GKJ 2012 í karlaflokki eru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Lesa meira









