Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 22:42

GK: Kristján Þór og Tinna klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis 2012

Það eru  Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis 2012.

Kristján Þór var í 4.-6. sæti fyrir lokahringinn og 14 höggum á eftir þeim sem leiddi Rúnari Arnórssyni og var búinn að leiða alla 3 dagana. Í dag spilaði Krístján Þór draumagolf, skilaði inn „hreinu“ skollalausu skorkorti upp á 9 undir pari, með 9 fuglum (sem komu á 1., 2., 3., 5. 7., 12., 13., 16. og 18. braut).  Frábært golf hjá Kristjáni Þór!  Samtals spilaði Kristján Þór á 6 undir pari (73 72 71 62) þ.e. bætti sig á hverjum degi og spilaði á 1 höggi samtals betur en Rúnar Arnórsson, sem búinn var að leiða allt mótið en átti því miður afleitan lokahring upp á 77 högg og lauk keppni á samtals 5 undir pari og lauk keppni í 3. sæti.

Íslandsmeistarinn „okkar“ í höggleik 2011, Axel Bóasson lék vel á lokahringnum, var á parinu, 71 höggi og samtals  á 6 undir pari, líkt og Kristján Þór, þ.e. á 278 höggum (67 72 68 71).

Það varð því að koma til 3 holu umspils milli þeirra Axels og Kristjáns Þórs, sem teygðist nú reyndar aðeins úr. Fyrstu holuna Sandvíkina, par-3 10. brautina, sem er uppáhaldsbraut margra vann Axel, með fugli en Kristján Þór fékk par.  Þá næstu, 11. holu vann Kristján Þór, fékk par en Axel, skolla.  Síðan var allt jafnt á 12. þar sem báðir voru á parinu.  Á 13. braut var enn allt jafnt, báðir fengu þeir Axel og Kristján Þór par.  Það varð því að spila „auðveldustu braut Hvaleyrarinnar “ 14. braut og þar stóð Axel betur eftir teighöggið, en leik á þeirri holu lauk nú samt þannig að báðir fengu fugl.  Síðan var ákveðið að spila 18. og í fyrstu tilraun fengu báðir par.  Það var síðan endurtekið 3var sinnum og allt í stáli.

Keppnin á Meistaramóti Keilis hefir sjaldan verið meira spennandi og undir lokin var þetta ekkert annað en sálfræðitryllir af hæstu gráðu.  Reyndar sagði Ágúst Húbertsson, fv. framkvæmdastjóri Keilis að hann myndi eftir 12 holu umspili, þannig að þetta er alls ekkert óþekkt á Hvaleyrinni. En í sálfræðitryllinum  hafði sálfræðingurinn verðandi Kristján Þór Einarsson, klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis 2012, að lokum betur á 10. holu umspils, þegar ákveðið var að spila Sandvíkina einu sinni enn.  Þar fékk Axel skolla, en Kristján Þór par… og sigurinn hans. Kristján Þór þakkar kærestu sinni, Marý Valdísi Gylfadóttur, sem var kaddý hjá honum  sigurinn.

Úrslit í Meistaraflokki karla á Meistaramóti Keilis 2012:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Kristján Þór Einarsson GK -3 F 31 31 62 -9 73 72 71 62 278 -6
2 Axel Bóasson GK -2 F 35 36 71 0 67 72 68 71 278 -6
3 Rúnar Arnórsson GK -1 F 39 38 77 6 66 69 67 77 279 -5
4 Gísli Sveinbergsson GK 3 F 36 32 68 -3 72 76 67 68 283 -1
5 Sigurþór Jónsson GOS 1 F 35 33 68 -3 73 72 76 68 289 5
6 Einar Haukur Óskarsson GK 1 F 39 36 75 4 72 75 69 75 291 7
7 Ingi Rúnar Gíslason GK 0 F 33 40 73 2 74 75 69 73 291 7
8 Björgvin Sigurbergsson GK -1 F 36 36 72 1 71 71 78 72 292 8
9 Dagur Ebenezersson GK 2 F 36 40 76 5 69 70 77 76 292 8
10 Helgi Runólfsson GK 1 F 35 33 68 -3 80 75 71 68 294 10
11 Birgir Björn Magnússon GK 4 F 38 37 75 4 71 72 79 75 297 13
12 Ísak Jasonarson GK 3 F 35 38 73 2 77 73 76 73 299 15
13 Steinn Freyr Þorleifsson GK 4 F 36 39 75 4 76 74 77 75 302 18
14 Benedikt Sveinsson GK 4 F 38 37 75 4 83 76 73 75 307 23
15 Ágúst Ársælsson GK 4 F 43 38 81 10 79 79 72 81 311 27
16 Hjörleifur G Bergsteinsson GK 2 F 46 39 85 14 73 75 78 85 311 27
17 Ólafur Þór ÁgústssonForföll GK 4 F 41 39 80 9 77 79 80 236 23

 

Tinna Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Tinna Jóhannsdóttir var í forystu allt Meistaramótið í kvennaflokki og lét hana aldrei af hendi.  Hún varði klúbbmeistaratitil sinn frá árinu 2011 með glæsibrag, lék gott og stöðugt golf, alla 4 dagana. Tinna lauk keppni á samtals 3 yfir pari, 287 höggum (70 73 71 73). Glæsilegt hjá Tinnu!

Úrslit í Meistaraflokki kvenna á Meistaramóti Keilis 2012:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Tinna Jóhannsdóttir GK 1 F 36 37 73 2 70 73 71 73 287 3
2 Signý Arnórsdóttir GK 3 F 39 36 75 4 73 74 69 75 291 7
3 Þórdís Geirsdóttir GK 5 F 41 44 85 14 79 78 83 85 325 41
4 Jódís Bóasdóttir GK 7 F 43 42 85 14 81 80 86 85 332 48
5 Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK 6 F 41 41 82 11 82 87 91 82 342 58