Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 21:55

GR: Haraldur Franklín og Ólafía Þórunn klúbbmeistarar GR 2012 – Bráðabana þurfti milli Arnórs Inga og Haraldar til að skera úr um klúbbmeistaratitil karla

Bráðabana þurfti til að skera úr um klúbbmeistaratitil karla. Haraldur Franklín Magnús sigraði Arnór Inga Finnbjörnsson á 1.holu í Grafarholti. Báðir léku þeir hringina fjóra á 278 höggum. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Kristjánsson á 280 höggum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, klúbbmeistari GR í kvennaflokki 2012. Mynd: Golf 1.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafði mikla yfirburði í kvennaflokki og sigraði á 285 höggum. Önnur Varð Ragnhildur Sigurðardóttir á 303 höggum og Berglind Björnsdóttir varð þriðja á 311 höggum.

Golf 1 verður með nánari umfjöllun um Meistaramót GR á morgun.

Heimild: grgolf.is